Færsluflokkur: Bloggar
3.12.2007 | 10:46
Teygjusokka tónlist
Í morgun á leið til vinnu þá kveikti ég á Rondo tónlistarstöðinni og þaðan hljómaði teygjusokka tónlistin svokallaða.
Sagan er svona: Pabbi fór til London 1979 til að fara í hjartaaðgerð og mamma fór að sjálfsögðu með og dvaldi á hóteli nálægt sjúkrahúsinu. Til að létta þeim lífið þá spiluðu þau þægilega og góða tónlist og oftar en ekki varð Mozart fyrir valinu. Um fót pabba var svona teygjusokkur því æð hafði verið tekin úr fætinum.
Þannig að í hvert sinn sem Konsert fyrir flautu og hörpu eftir Mozart hljómar þá dettur mömmu (og mér líka) teygjusokkur í hug.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
3.12.2007 | 10:43
Hakkavélin hennar ömmu minnar
Á föstudag fékk ég lánaða hakkavéli hjá mömmu minni. Mamma hennar átt vélina góðu. Hún keypti hana í Reykjavík 1938 þegar hún fátæk sjómannskonan að vestan var í bænum. Þetta er falleg maskína og að sjálfsögðu handsnúin. Amma var lengi að velta fyrir sér hvort hún hefði efni á að kaupa svona dýra hakkavél og fór víst margoft í búðina áður en hún lét slag standa. Enda kostaði hakkavélin heilar 12 krónur.
Ég hafði hugsað mér að baka vanillu hringi; hef aldrei bakað slíka áður en fann allt í einu mikla þörf fyrir að prófa. Deigið gerði ég á föstudegi og geymdi það í ískáp fram á laugardag. Þegar hefjast átti handa kom í ljós að eitt stykki vantar í vélina - litla skífu sem skrúfast framan á hana. Stykkið með munstrunum er á sínum stað en það sem mig vantar er stykki sem virkar þannig að það lokar á þau göt sem ekki á að nota hverju sinni.
Ef einhver á slíkt stykki þá þætti mér vænt um að vita af því og hugsanlega fá lánað. Nú ef að einhver veit hvar slíkt stykki fæst þá er það enn betra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
30.11.2007 | 10:18
Date - böll
Eldri daman fór uppdressuð á date-ball í Vogaskóla í gær. Við foreldrarnir hvöttum hana til að fara þó svo að hún "hefði ekki date". Enda fátt skemmtilegra en að skemmta sér í glöðum hópi skólafélaga. Hún kom heim og sagði að það hefði verið "djíös fokking gaman". Og ljómaði. Ég hef undanfarin ár verið alfarið á móti þessum date-böllum. Ekki því að að ball sé haldið heldur undir þessum formerkjum. Ég sendi skólastjórnendum og formanni menntasviðs þennan póst í vikunni:
Sælar veriði
Enn er runninn upp tími date-balls í Vogaskóla!
Ég get ekki orða bundist - mér finnst svona böll vera algjör tímaskekkja og setja gífurlega pressu og stress á krakkana.
Fyrir strákana er þetta erfitt - á ég að þora að bjóða þessari? eða þessar? hvað ef mér verður hafnað?
Fyrir stelpurnar er þetta alltaf spurning - verður mér boðið? Mig langar - en enginn býður mér? Er ég ljót, feit, leiðinleg? Vill enginn láta sjá sig með mér?
Svo til að bíta höfuðuð af skömminni þá eru þeir sem ekki "eiga date" settir í pott og dregnir saman. Og hvað ef þú dregst á móti aðila sem þú vilt engann veginn fara með? Og það vita ALLIR að þú hefur verið dreginn úr pottinum.
Í alvörunni, þá er árið 2007 og við erum að taka upp amerískan sið sem þykir ekki par til fyrirmyndar vestanhafs. Og þetta er á skjön við alla umræðu um kvenfrelsi.
Hvað segir nemendaverndar ráð við þessu?
Nú er unnið samkvæmt Olweus áætlun í skólanum - hvernig samræmist svona lagað þeirri áætlun?
Ég gerði líka athugasemd við þetta í fyrra og ég held að það hljóti að vera hægt að gera þetta öðruvísi - án þess að við séum að taka skemmtun eða ball af krökkunum.
Ég veit að það er erfitt að breyta svona hefðum en ein leiðin til þess er t.d. að þegar einhver ákveðin árgangur byrjar í unglingadeild - t.d. næsta haust - þá er þeim krökkum gert ljóst að ekki verði date ball fyrir þau heldur verði einhverskonar önnur skemmtun. Samt verði haldið date ball fyrir hina tvo árgangana - síðan fyrir einn og svo bara lognast þetta út af og eftir smá tíma þá man enginn eftir þessum skrýtnu böllum.
Mikið þætti mér vænt um að heyra frá ykkur um málið
með vinsemd og virðingu
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
28.11.2007 | 07:51
Hvernig líður veðurfræðingum?
Veðurfræðingar þessa lands eiga samúð mína alla. Þeirra störf eru undir smásjá almennings dag og nótt, allan ársins hring. Veðrið hefur jú áhrif á okkar daglega líf og við höfum öll skoðun á veðri og veðurspám.
Er þetta þannig hjá veðurfræðingum að þegar spá gengur ekki eftir þá verða þeir spældir?
"Andsk... það er sól í dag og ég var búinn að spá skýjuðu"
"Nei - ég trúi ekki að það sé allt autt - ég var búin að spá hálku"
"Ekki meiri snjór en þetta - jæja nú fæ ég aldeilis að heyra það að hafa spáð mikill snjókomu"
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
27.11.2007 | 06:54
Litla lífið
Ég sá ekki mína litlu stelpu fyrr en 14 tímum eftir fæðingu og það var rosalega erfitt. Ástæðan var sú að ég var mjög veik eftir bráðakeisara og hún var líka tengd við tól og tæki á vökudeild. Svo var ég skorin á laugardagskvöldi og vaknaði á gjörgæslu í gamla spítala. Það getur verið mjög erfitt að tengjast barni þegar svona langt líður frá fæðingu og þar til konur fá að sjá barnið.
![]() |
Fékk ekki að sjá nýfæddan son sinn strax |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.11.2007 | 22:07
Veislueldhús Krillu
Hér hefur mikið gengið á:
Hér er búið að útbúa með girnilegu áleggi 120 pannini brauð og skera hvert í fjóra hluta - semsagt 480 brauð.
Hér voru skreyttir 1000 ostapinnar.
Nú er verið að fylla 960 litlar brauðskálar annarsvegar með gráðaosta sósu og hinsvegar með laxa sósu.
Í húsi við Sóleyjarhlið í Hafnarfirði voru bakaðar 410 litlar kjötbollur
Í húsi við Tungötu í Reykjavík voru bakaðar 304 ólívukúlur.
Annaðkvöld er veislan mikla!!!!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
20.11.2007 | 08:52
Hvaða fallegu börn eru þetta eiginlega?


Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
18.11.2007 | 18:43
Helgin
Eins og síðasta helgi var viðburðarík þá var þessi að sama skapi róleg.
Veðrið í gær var vægast sagt ömurlegt og kallaði hreinlega á kósíheit. Við mæðgur fórum á bókasafnið og ég tók stóran og góðan bunka. Einnig tók ég þrjár myndir. Ég viðaði að mér dagblöðum og sat svo í uppáhaldsstólnum mínum og las blöð, hlustaði á útvarp og hringdi nokkur símtöl. Eldaði í gær og hér borðaði auka unglingur og mágur minn með okkur fjórum.
Eftir messu í morgun fór ég og drakka kaffi hjá mömmu. Kósí stund hjá okkur tveim.
Á leið heim fór ég í bakarí og keypti slikkerí handa mínum tveim og fullt af öðrum unglingum sem hér voru. Gaf á garðinn og hér hefur verið unglingastóð í dag. Það finnst mér gaman. Ég fór á loftið og las og dottaði.
Ég er semsagt búin að safna kröftum fyrir átökin í vikunni framundan.....Nú byrjar stuðið....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2007 | 16:12
Mamma
Í kringum dag íslenskrar tungu hafa margir verið spurðir hvert sé þeirra uppáhalds orð á íslensku.
Ég er dálítið hissa að enginn skuli velja orðið MAMMA. Öll höfum við átt mömmu og flest okkar notað þetta orð.
Ég mundi hiklaust velja þetta sem mitt uppáhalds orð. Bæði vegna þess að ég á frábæra mömmu sem ég elska mikið og eins líka að ekkert hefur glatt mig meira en að vera kölluð MAMMA.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.11.2007 | 13:50
Nauðganir og annað ofbeldi
Eg las einhverstaðar þá dellu að til að kallar hætti að nauðga konum þá verði að setja upp vændishús.
Endemis della og viteysa! Að halda það að færa ofbeldið í vændishúsin komi í veg fyrir ofbeldi á götum úti eða í heimahúsum. Vændi er ekkert annað ef gróft ofbeldi gagnvart konum. Mér hefur alltaf fundis hann einkennilegur málflutningurinn að konur í vændi séu það af fúsum og frjálsum vilja. Og það er einkennilegt að ég minnist þess ekki að hafa heyrt konu halda þessu fram, einungis karla.
Hverjum dettur í hug að konur vilji raunverulega liggja með hverjum sem er, að konur kjósi að vera stanslaust í lífshættu "í vinnunni", að konur vilji hafa mök við drykkjusvola, dópista, ofbeldismenn, perverta, menn með kynsjúkdóma?
Ég er fylgjandi því að hægt sé að kæra menn fyrir að borga fyrir ofbeldi í nafni kynlífs.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)