Færsluflokkur: Bloggar
25.12.2007 | 15:33
Dásamleg jól
Hér er gott að vera. Snjóar út og notalegt inni. Gærkvöldið var indælt og rólegt og maturinn góður. Gjafir teknar upp rólegheitum og allir skoða hjá öllum og dáðst er að dýrðinni.
Byrjaði á Arnaldi í gær og er komin á bls. 100. Hún er fín - en eitthvað hefur Erlendur mildast. Ég er spennt með framhaldið.
Nú er ég að baka tertu sem á að vera í eftirmat. Og fullt af jarðarberjum. Gestirnr koma klukkan sjö og margar hangikjöts rúllur verið soðnar. Ég ólst upp við kalt hangikjöt, en Gulli við heitt. Við borðum það kalt núna.....
Reyndar fengum við svokallaðan bráðlætisbita þegar kjötið var soðið á Þorláksmessu og það var mjög gómsætt að smakka biskupseistað heitt.
Hvernig var þetta hjá ykkur - kalt hangikjöt eða heitt?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
23.12.2007 | 22:15
Þorláksmessukvöld
Stemningin algjör; hér kraumar rauðkál í potti og búið að pakka inn talsvert af gjöfum. Jólakveðjurnar lesnar á rás eitt - en nú er ég búin að skipta og ætla að hlusta á Mannakorn frá Græna hattinum - bein útsending á Rás tvö.
Við mamma ræktutuðum vestfirðingin í okkur og fórum í skötu á Múlakaffi. Þar var múgur og margmenni og fólk á öllum aldri.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.12.2007 | 13:35
Þorláksmessa
Mikið er dásamlegt að hafa þessa helgi fyrr jólin. Allt er eitthvað svo afslappað. Í gær kíktum við hjónin aðeins í búðir -annars vinnur Gulli myrkaranna á milli við að klippa íþróttaannál og undirbúa útsendngu á íþróttamanni ársins.
Stelpurnar fóru til ömmu sinnar í gær og skúruðu og ryksugu og hjálpuðu henni með ýmslegt.
Núna er heimilið skreytt hátt og lágt, búið að taka af rúmum og aðeins eftir að kaupa smáræðis í matinn og svona smá stúss.
Við keyptum nautalund í gær sem verður á aðfanga dag. Þá eru hjá okkur mamma og bróðir Gulla. Á jóladag er stuðið - þá erum við 13 og borðum hangkjöt og tilheyrandi.
Ég á eftir að sjóða rauðkálið og baka köku sem verður eftirmatur á jóladag.Mamma gerir ís fyrir aðfangadagskvöld.
Svo er náttúrulega að syngja í messu á morgun klukkan 18:00. Þá koma jólin.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.12.2007 | 13:13
Þetta með vettlinginn
Ég og amma útskýrðum fyrir stelpunum í gær hvað orðatltækið (málshátturinn) Allir sem vettlingi geta valdið þýðir - að ef þú getur ekki lift léttum vettlingi þá ertu nú ekki til stórræðanna.
Bryndís vildi breyta þessu og hafa það ......sem Ipod geta valdið - því Ipodinn er það léttasta sem hún heldur á....
Gott hjá þeirri stuttu
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.12.2007 | 16:23
Gaman gaman
Ég var viðstödd þegar dregið var úr réttum svörum hér í Reykjavík. Gaman á lögreglustöðinni. Þá rifjuðu nokkrir eldri lögreglumenn upp sögur þegar þeir voru að keyra út vinningana í Reykjavík á aðfangadag. Það var rosalega spennandi að fá lögguna heim og þeir voru trakteraðir á malti og appelsín, smákökum og mandarínum. Og myndir af þeim eru í ótal fjölskyldualbúmum
Oftar en ekki voru börnin í jólabaðinu. Þá duggði ekkert minna en að heimsækja barnið að jólabaðinu og afhenda gjöfina þar.
Þetta er krúttlegt
![]() |
Hundruð barna fengu glaðning frá lögreglunni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.12.2007 | 14:52
Litlir fætur
Litlir fætur Ara míns tippluðu um gólfin á heimilinu í gær. Hann kom og hjálpaði við að setja ljós á jólatréð sem honum fannst stórt og flott. Svo var ég að reyna að kenna honum að lána putta við innpökkun en það gekk ekki alveg.
Hann var yndislegur - söng Jólasveinar ganga um gólf og öll hin lögin sem hann er búin að læra. Spillingin var algjör McDonalds borgari (uss uss) í kvöldmat.
Mikið er gaman að hafa smábörn í kringum sig fyrir jólin!
Skórinn fór að sjálfsögðu í gluggann með skóm Bryndísar og Önnu. Og minn var algjörlega með á hreinu hvaða sveinar væru búnir að koma og hver væri væntanlegur.....
Gluggagæir var frekar gjafmildur því hann fékk bæði Spiderman fingravettlinga og Cd disk. Hann var glaður og góður og yndislegur! hann Ari sko - veit ekki um Gluggagæi
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.12.2007 | 09:38
Hvert sæti skipað
Já - bekkurinn var mjög þétt setinn í gærkvöldi í Dómkirkjunni - allt fullt niðri og margir uppi.
Þetta gekk ágætlega- held ég.
Það er mikið framboð á tónleikum. Af öllum tegunum og gerðum. Fólk virðist kunna að meta tónleika með þessum formerkjum, þ.e. hófstillta og rólega.
Einni kórsystur varð að orði á æfingu um daginn að þriggja manna fjölsylda sem kysi að hlusta á okkur frekar en Bjögga sparði tuttuguog eittþúsund
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.12.2007 | 17:02
Ill meðferð
![]() |
Sektaður fyrir að skilja tvo kisa eftir í óvissu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
19.12.2007 | 14:43
Er ekki allt í lagi heima hjá þeim!!!!!!!!!!!!!!!!!
af www.visir.is
Tíu ára telpa var handtekin í Flórída í Bandaríkjunum fyrir að taka með sér hníf í skólann til þess að skera nestið sitt. Telpan hafði fengið steikarbita í nestisboxið og tók lítinn steikarhníf til þess að skera hann.
Kevin Christian, talsmaður skólans í Ocala sagði að telpan hefði ekki notað hnífinn á neinn óviðeigandi hátt. Hún hefði ekki ógnað neinum eða veifað hnífnum. Hún hefði aðeins notað hann til þess að skera matinn.
Reglur skólans væru hinsvegar alveg skýrar. Því hefði hnífurinn verið tekinn af henni og hringt í lögregluna sem handtók hana. Farið var með telpuna í unglingafangelsi þar sem hún var kærð fyrir ólöglegan vopnaburð. Sú kæra fer í sakaskrá hennar. Auk þess var henni vikið úr skóla í 10 daga.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.12.2007 | 14:11
Bubbi tjáir sig
Já já - nú er Bubbi fúll út í Rás tvö og mærir Bylgjuna!
Ég held honum væri nær að athuga hvað Bylgjan spilar af nýrri íslenskri tónlist og hvað Rás tvö spilar síðan - það er ekki jafn leikur.
Rás tvö á ekki skilið að fá skítkast frá Bubba - þau halda uppi merki íslenskrar tónlistar.
Bubbi segir að Bylgjan borgi - já þeir borga honum - en ég trúi ekki að þeir borgi öðrum tónlistarmönnum sem koma fram í þeirra dagskrá.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)