Færsluflokkur: Bloggar
28.5.2008 | 13:10
Bíó - upplifun
Eg og Bryndís fórum og sáum sýningu hjá Kvikmyndasafni Íslands í Bæjarbíói í gær. Það var upplifun að koma með unglinginninn í bíósalinn því hún hafði aldrei séð slíkann. "Ha, er svið í bíóinu" "Er tjald fyrir - sem verður svo dregið frá" "Og þarna er píanó"
En málið var að sjá kvikmyndina Stikkfrí. Bryndís var tveggja ára þegar myndin var frumsýnd og man því ekkert eftir henni á bíótjaldi þó svo að við eigum hana á VHS.
Þetta var ósköp skemmtilegt. Stúlkan fór hjá sér í bíóinu þegar hún sjá sjálfa sig berháttaða og setta í bað í eldhúsvaski. En mikið lifandi, skelfing og ósköp var barnið meðfærilegt á þessum tíma. Henni var alveg sama hver var með hana og lét ýmisegt yfir sig ganga eins og að vera útötuð í mat og einhverju grænu slími.
Hún er nú ósköp ljúf og góð blessunin ennþá - ekki alveg skaplaus sem betur fer en voðalega þægilegt barn og ungingur.
Hér eru þær stöllur Bryndís Sæunn Sigríður og Bergþóra Aradóttir eftir sýninguna í gærkvöldi. Þær léku systur í myndinni og eru talsvert líkar þó óskyldar séu...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:58 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.5.2008 | 16:21
Döpur
Ég verð rosalega döpur þegar ég hugsa um flóttamennina sem eiga að koma á Akranes. Mér finnst svo margt sorglegt sem komið hefur fram í umræðunni.
Gerum við okkur ekki grein fyrir hvað við höfum mikið að gefa? Við erum forrík þjóð með lúxus vandamál og höldum okkur ekki geta rétt fram fyrstu kjúku á litla fingri annarar handar. Gerum við okkur ekki grein fyrir því að það bíður þessa fólks ekkert nema dauði? Þarna hýrast þau í flóttamannabúðum, landlaus, ríkisfanglaus og við ömurlegar aðstæður.
Börnin geta ekki gengið í skóla, sofið er í tjöldum, matur og vatn af skornum skammti.
Við eigum að vera stollt yfir að taka á móti flóttafólki. Og þá helst einstæðrum mæðrum. Hér er nefnilega gott að vera einstæð móðir miðað við önnur lönd. Það er helst vegna þess að hér er ekki litið niður á þær. Hér hjálpumst við að við að hjálpa þeim. Stúlkur eru ekki reknar að heiman ef þær verða ótímabært þungaðar.
Svo skulum við líta í eigin barm. Ef komið væri fyrir okkur eins og þessum flóttamönnum - hvað vildum við helst af öllu - jú að einhver þjóð mundi bjóða okkur og börnunum okkar að koma til sín.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
25.5.2008 | 16:12
Allt búið
Já þá er þessum kafla vorsins lokið og nú tekur við alvara lífsins.
Hér var líf og fjör í gær. Fullt af ungmennum hjá Bryndís og pizzan flóði út úr ofninum. Fínir krakkar þessir bekkjarfélagar og gaman að fá að fóstra þau á júrovisjón kvöldi.
Við fullorðna fólkið sátum i rólegheitum á loftinu og gæddum okkur á blinis sem ég hafði útbúið. Mjög gott.
Ég er einhvernveginn algjörlega vindlaus í dag og ekki til mikils. Svolítið eins og sprungin blaðra.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.5.2008 | 14:01
Stund milli stríða
Ég er í sumarfríi í dag og var það lík í gær. Ég var uppi í RÚV í gær að vinna við Júrovisjón og í dag er ég í stússi; ég ætla að heimsækja mömmu mína, skreppa í Kringluna með þeirri yngri og sitthvað fleira. Byrjaði á því að sofa út.
Við erum boðin í tvær veisur í kvöld og báðar byrjar þær klukkan 18:00 og eru í sitthvorri sýslunni!
Við byrjum á að fara að Þurá í Ölfusinu þar sem Helga Aradóttir heldur sína stúdents veislu. Helga er dóttir Sigrúnar sambýliskonu Hannesar bróður míns og veislan er heima hjá pabba hennar og hans konu. Helga er falleg og góð stúlka og útskrifast frá Kvennaskólanum. Hún ætlar að vinna á leikskóla í sumar og fram að jólum og ferðast svo um heiminn. Gott plan það.
Síðan förum við veislu í Oddfellow húsinu en þar heldur Guðrún, kona Gunnlaugs móðurbróður Gulla, upp á 80 ára afmæli sitt.
Svona á þetta að vera.....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
22.5.2008 | 18:17
Nú er ég að tapa mér!!!!
Rúmur klukkutími síðan ég bloggaði síðast....síðan þá er ég búin að sækja Gulla í vinnun, fara í Bonus í 2. skiptið dag, fara í þvottahúsið, fletja út pizzu deig,skipta um handklæði á baðinu, lesa nokkur blogg.
Ég er bara svo spennt. Við verðum að taka þetta og komast áfram. Djísös kræst
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
22.5.2008 | 17:01
Spennan að verða óbærileg
Nokkra daga á ári dett ég í þvílíkan júrovisjón gír. Ég er ekki neinn sérfærðingur og man ekkert um fyrri keppnir en helli mér út í pælingar þegar keppnin nálgast.
Ég er líka svo heppin að fá að vinna dálítið við keppnina hvert ár - er með vara dómefndina á mínum snærum.
Ég sá loka æfinguna núna í hádeginu og það verður að segjast að okkar fólk stóð sig frábærlega vel.
En því verður ekki neitað að þessi riðill er talsvert erfiðari en sá á þriðjudag. Það eru miklu flottari lög núna og betri flytjendur.
En af því að ég er bjartsýn og jákvæð manneskja að eðlisfari þá spái ég því að við komumst áfram í kvöld.
Ég vann tvisvar júrópottin þegar ég var að vinna á RÚV og það var þegar við urðum í 2. sæti og 4.sæti.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
20.5.2008 | 06:52
Ekki er ég hissa
![]() |
Myndasaga Sigmunds gagnrýnd |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (30)
16.5.2008 | 00:16
Fögnuður með öfugum formerkjum.
Það er rétt sem kom fram í kvöldfréttum Útvarps að nú fagna Ísrelar því að hafa fyrir 60 árum hrakið 700 þúsund Palestínu menn á vergang.
Þessi ákvörðun sem tekin var á sínum tíma um að úthluta gyðingum Palestínu er afar sérkennileg. En hún á liklega sínar skýringar í fordómum gagnvart gyðingum sem kristnir hafa alið í brjósti sér lengur en sagan man.
Stóð það ekki næst Evrópumönnum að gefa gyðingum land og þá helst Þjóðverjum? Af hverju var þeim ekki úthutaður land í Þýskalandi? eða í blómlegum sveitum Englands? Nú eða afhverju fengu þeir ekki að stofna fríríki í Bandaríkjunum? Hafa Bandaríkjamenn ekki verið þeirra helstu bandamenn?
Skýringuna er að finna í fordómum. Það gat engin "siðmenntuð þjóð" hugsað sér að hafa "skítuga júða" nálægt sér. Nei þeir skyldu fá land sem var vont til ræktunar og svo þvoðu ráðamenn hendur sínar. Og kölluð með því yfir hundrðu þúsundir manna mikla neyð.
Ég hef í gegnum tíðina lesið talsvert af skáldskap eftir gyðinga og verið mjög hrifin. Hreifst ung af Soul Bellow, Isaac Basewic Singer og þessum öllum gæjum. Tók meira að segja þriggja punkta kúrs í háskólanum í Iþöku sem hét Jewis American Writers. Ég held að ég hafi verið eina kristna manneskjan í þeim kúrs. Og í mörgum þessara bóka kemur fram hvíliíkir fordómar hafa mætt gyðingum allstaðar í heiminum.
En þessu verður að linna fyrir botni Miðjarðarhafs. Vopn palestínu manna eru eins og teygjubyssur í samanburði við vopn og fé Ísraelsmanna.
Nú er vona á 60 flóttamönnum sem eiga uppruna sinn að rekja til Palestínu hingað til lands. Þetta eru einstæðar mæður og börn þeirra og þeirra bíður ekkert líf þar sem þau eru núna í flóttamannabúðum. Og við eigum að taka vel á móti þeim.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.5.2008 | 23:59
Dr. Ruth
Mikið svakalega var gaman að sjá og heyra í Dr Ruth Westheimer í Kastljósinu fyrr í kvöld.
Ég hlustaði talsvert á hana hér á árum áður þegar ég bjó í Ameríkunni 1985 til 1987. Eg var 27 ára þegar ég hélt utan til náms hélt mig vita flest og hefði nú reynt þeim mun meira. En aldrei hafði ég heyrt talað um kynlíf af jafn litlum tepruskap og af jafn mikilli hreinskilni en þessi fínega kona gerði. Mér fannst hún há öldruð fyrir tuttugu og þrem árum en hún hefur ekki elst nokkurn skapaðan hlut.
Þessi litla kona með þessi lifandi augu er hreint út dásamleg. Er hægt að hitta hana hér meðan á dvöl hennar stendur?
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)