Dr. Ruth

Mikið svakalega var gaman að sjá og heyra í Dr Ruth Westheimer í Kastljósinu fyrr í kvöld.

Ég hlustaði talsvert á hana hér á árum áður þegar ég bjó í Ameríkunni 1985 til 1987.  Eg var 27 ára þegar ég hélt utan til náms hélt mig vita flest og hefði nú reynt þeim mun meira. En aldrei hafði ég heyrt talað um kynlíf af jafn litlum tepruskap og af jafn mikilli hreinskilni en þessi fínega kona gerði. Mér fannst hún há öldruð fyrir tuttugu og þrem árum en hún hefur ekki elst nokkurn skapaðan hlut.

Þessi litla kona með þessi lifandi augu er hreint út dásamleg. Er hægt að hitta hana hér meðan á dvöl hennar stendur?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Já, Dr. Ruth er algjört "Krúth". Reyndar líka sammála þér um það að hún var ekkert síður pínulítil og eldgömul fyrir rúml. tveimur áratugum, þegar við sáum hana fyrst.

En þar liggur nú kannski hennar styrkur -og það sem hún hefur gert fyrir kynvitund púrítanískra landa sinna er eflaust alveg ómælt.

Reyndar pínu fyndið að henni skyldi sinnast við hinn "performans-artistann" á Listahátíð, en það er nú eflaust önnur saga.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 24.5.2008 kl. 06:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband