Þetta snýst nefnilega dálítið mikið um traust

Hún var fín ályktun félags fréttamanna frá því í gær.

Gott hjá þeim að afþakka fréttalestur PM. Það er ekki sérlega aðlaðandi tilhugsun að hafa hann lesandi fréttir eftir hrokafulla framkomu hans á fundinum á föstudag.

Þetta tal um að starfsfólki komi ekki við hvernig hann dreifir sínum launum og "skúringakonukjaftæði" segir nú mest um manninn sjálfan.

Viljum við hafa slíkan mann lesandi fréttir?

Og fer það saman að maður sem þarf að víla og díla um peningamál stofnunarinnar við ráðamenn þjóðarinnnar segi svo fréttir af því sama?

Ég held ekki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Kristjánsdóttir

Já, fréttamennirnir standa sig einsog oft áður. Og starfsmannafélagið er með fund í dag. Ég skrifaði grein um uppsagnirnar og sendi í mbl. í gærmorgun  ég vona að hún birtist á morgun. Þar ræði ég framkomu Páls Magnússonar.

María Kristjánsdóttir, 2.12.2008 kl. 10:09

2 identicon

Og vantaði ekki að birta ályktun tæknimanna ? 

Og meira af samsæriskenningum eða bara sannleikanum. Öllum starfsmönnum verður sagt upp ! Líklega um áramótin. Til að hægt sé að semja við þá uppá nýtt uppá lægri laun ! Og ef þú vilt ekki lægri laun þá er sko nóg af fólki þarna úti sem vill vinnuna þína !

sigga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 10:51

3 Smámynd: Þorgrímur Gestsson

Ég setti þessa athugasemd við athugasemd þína hjá mér:

Fyrirgefðu, Kristín Björg, en hér skrifaði ég sem "prífatmaður" eins og sýslumaðurinn sagði þegar hann hafði tekið ofan kaskeitið! Hér á landi er hefð fyrir því að jafnvel æðstu menn notfæri sér málfrelsið og tali eins og þeir vilja þótt oft hafi það samt orkað tvímælis. En ég segi þetta náttúrlega ekki sem formaður Hollvina RÚV - hef sent ályktun stjórnarinnar um niðurskurðinn á alla fjölmiðla og vonast til að henni verði gerð góð skil.

Og ég er hjartanlega sammála þér um ályktun Félags fréttamanna - þar á meðal um fréttalestur útvarpsstjórans. Það segi ég bæði sem prívatmaður og formaður Hollvina RÚV!

Þorgrímur Gestsson, 2.12.2008 kl. 15:50

4 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæl Kristín, ég er mjög leiður yfir því hvernig stjórnvöld hafa verið að pakka RÚV niður. Gulla hitti ég í gær og ræddi málin aðeins. Ég á hreinlega ekki orð yfir það hvernig staðið er að þessum uppsögnum. Það á svelta stofnunina, það er deginum ljósara. Bestu kveðjur til ykkar.

Sigurður Hrellir, 4.12.2008 kl. 01:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband