Samsæriskenning

Er er ekki mikið fyrir slíkar kenningar. En hér er ein úr minni smiðju:

Smá saman fattar maður fléttuna og plottið. Þetta byrjaði þegar Óðinn Jónsson fékk fréttastjóra stöðuna en ekki Elín Hirst. Íhaldið hefur hingað til séð um sína. En þegar þetta var þá hefur sjálfsagt við búið að ákveða að segja upp all mörgum starfsmönnum. Og flestum af fréttasviði. Og til að ekki komi kusk á hvítflibba sjálfstæðismanna þá hefur Óðinn Jónsson verið handvalinn til að vinna skítverkin. Það hlaut að vera ástæða þess að hann var gerður að fréttastjóra en ekki Elín.

En þetta er ekki allt. Maður að nafni Ingólfur Bjarni Sigfússon er erfðaprinsinn.

Eftir svona ár þá verður Óðinn Jónsson látin fara því að "ekki hefur tekist til sem skyldi" með sameiningu fréttastofu sjónvarps og útvarps.

Og þá er það náttúrulega næstráðandi - fyrrnefndur Ingólfur Bjarni - sem tekur við.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég þekki öll börn Sigfúsar í Heklu og mér vitanlega er Ingólfur Bjarni ekki sonur hans.

madda (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 11:50

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Takk fyrir þessa leiðréttingu - rétt skal vera rétt!

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.12.2008 kl. 11:53

3 identicon

og ég sem hélt að Elín væri meira tengd Sjálfstæðisflokknum en Óðinn...

Rósa (IP-tala skráð) 1.12.2008 kl. 12:23

4 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Eftir því sem ég best veit hefur Óðinn aldrei verið tengur Sjálfstæðisflokknum. Þessvegna var maður svona hissa þegar hann fékk stöðuna. En það er morgunljóst núna að þeir gátu ekki hugsað sér að sjálfstæðismaður þyrfti að standa í þessum átökum - og þessvegna var Óðinn ráðinn til að taka slaginn.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.12.2008 kl. 12:31

5 identicon

Veistu ég trúi þér. Og þess vegna er Elín enn á stofnuninni, bíður stillt. Hennar tími mun koma! 

Var ekki svipað með Jóhann Hauksson sem var settur yfir svæðisstöðvarnar ? Alltaf að fá einhvern í skítverkin og svo kemur Valhallarliðið.

sigga (IP-tala skráð) 2.12.2008 kl. 01:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband