Mikil blogg leti undanfarið

Laugardagsmorgun og bráðum hádegi. Fjölskyldan hress og kát og til í allt. Næstum því. Ég er reyndar að velta fyrir mér hvort ég eigi að bjóða í mat í kvöld. Langar það svo sannarlega en nenni því samt eiginlega ekki. Hálf asnalegt að bjóða engum og vera með stóra bógsteik í ískápnum. Fátt skemmtilegra en að fá fólk í mat.

Síðasta helgi var algjört æði. Við Gulli áttum gjafabréf á VOX og nýttum okkur það. Dásamlegur matur og þjónusta. Svo gistum við á 1919 niðrí miðbæ. Mjög skemmtilegt hótel og morgunmatur á herbergið og alles.

Inga Huld vinkona mín kom svo hingað síðdegis á sunnudeginum og við spjölluðum í fleiri fleiri tíma. Æi að hún þurfi endilega að búa í Cambrideg.

Fyrir hálfum mánuði átti ég afmælið og er núna algjörlega komin á sextugs aldurinn....

Sú helgi var nokkuð sérkennileg og döpur því við kvöddum Bill Holm. Nær 100 manns komu í kaffi og kleinur til Wincie frænku og þar gafst okkur tækifæri á að minnast þessa mikla öðlings og vinar. Þetta var semsagt afmlælisdagur minn. Daginn áður á laugardagskvöldinu borðuðu þau hér hjá okkur mamma, Hannes bóðir, Sigrún mágkona og Siggi mágur. Voða næs. Notuðum tækifærið og opnuðum þriggja lítra flösku - ekki kassa - af Massi rauðvini. Þá flösku gáfu okkur Palli Ben og Birna þegar við héldum upp á 100 afmæli okkar. Svaka gott vín.

En allavega - á dagskrá í dag er að klára vonandi að kaupa á fermingarbarnið. Við eigum eftir að kaupa ermar og skó og að sjálfsögðu sokkabuxur. Neyðist víst til að fara í Forgarð Helvítis - Kringluna. Hver fer þangað nema neyðast til þess! Næ ekki fólki sem hefur gaman af að gramsa í búðum. Það er það síðasta sem mig langar að gera í þessu lífi.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur .0)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.3.2009 kl. 18:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband