Handboltaannálinn

Við horfðum að sjálfsögðu á dagskrána um handboltalandsliðið. Og minningarnar flæddu.´

Ég man eftir leikinn við Pólverja aðfaranótt 20. ágúst. Eftir sigur á þeim var ljóst að við vorum að fara að leika við Spánverja í undanúrslitum. Ég var á vakt í umferðarútvarpinu og var mætt snemma morguns niður i vinnu. Rútínan er sú að hringja á nokkrar lögreglustöðvar um landið og athuga hvernig nóttin hafi verið og hvort brýnt sé að koma einhverju á framfæri í útvarpinu. Ég var svo hátt uppi því ég vissi að ég sæi leikinn í Beijing. Ég tilkynnti það á hverri einustu stöð sem ég hringdi í að ég kæmi til að sjá leikinn við Spánverja í Beijing. Og uppskar að sjálfsögðu upphrópanir og andvörp frá löggunni um landið. Sumir báð um að fá að fara með mér. Allir samglöddust.

Þegar ég svo sá myndirnar áðan frá handboltahöllinni þá hríslaðst um mig gæsahúð því ég hef aldrei upplifiað neitt þessu líkt. Að vera þarna á leiknum við Spánverja var stórkostlegt. Og það sem ég brynnti músum þegar við fengum silfrið og íslenski fáninn fór á loft. Ógleymanlegt og ólýsanlegt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband