Þriðji sunnudagur í aðventu

Ég er löngu hætt að láta jólin stressa mig. Og jólakvíðinn hefur snar minnkað. Enn fæ ég þó einhver ónot í maga þegar líður á aðventuna.

Almennilegar húsmæður eru sjálfsagt að baka og kaupa í dag. Ég blogga og átti 70 mínútna samtal við Systu vinkonu mína í símann áðan.

Hér er komið upp flest skraut. Við settum það upp í gær. Ég fór síðan í Forgarð Helvítis og hjálpaði stelpunum að velja á sig föt sem þær fá síðan í jólagjöf.

Ég einhvernveginn afstressaðist jólalega við að fara til Kanaríeyja um jól fyrir fjórum árum.

Þá fann ég að jólafriðurinn kom margfallt til mín við að hafa ekki allt rosaleg "flott" og "fullkomið". Hlutirnir verða það aldrei.

Þá borðuðum við úti á svölum við jóladúk sem ég hafði keypt fyrr um daginn. Drukkum rauðvín úr vatnsglösum. Höfðum búðarbúðing í eftirmat.

Hlustuðum á jólamessuna frá því árinu áður

Og mér leið stórkostlega


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband