Ásgeir Smári

Ég heyrði í útvarpinu áðan að á laugardag opnar sýning með myndum eftir Ásgeir Smára.

Við hjón eigum eina svakalega skemmtilega mynd eftir hann. Þegar við giftum okkur 1991 þá fengum við gjafakort frá samstarfsmönnum í galleríi sem þá var rekið í Austurstræti. Við gerðum okkur margar ferðir þangað niður eftir þangað til við sáum þessa mynd eftir Ásgeir Smára og féllum bæði fyrir henni. Þetta er svona borgarlandslag; ótal hús og allt fullt af af stigum. Ég hefði ekkert á mót því að eignast aðra mynd eftir hann - en af því verður víst ekki í þetta skipti......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þú getur allavega notið þess að fara á sýninguna og skoða verkin hans, það er þó betra en ekkert.

Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 15:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband