Hagsýn húsmóðir

Hún mamma mín var hagsýn húsmóðir þegar hún var með okkur börnin heima og ekki úr of miklu að spila hjá þeim hjónum. Hún tók t.d. alltaf slátur. Það voru einnig keypt fleiri, fleiri kíló af þyndum og svo sátum við og klipptum og síðan var allt hakkað. Svo var að sjálfsögðu búin til sulta, kæfa og allt fiskfars.

Nú ætlar mamma að taka nokkur slátur með Wincie frænku. Þegar ég talaði við hana í gær var hún að glugga í uppskrftir og undirbúa sig.

Og nú kemur sér aldeilis vel að halda hlutunum til haga. Mamma skrifað alltaf skýrslu á hverju hausti. Þar kom fram hvernig til hefði tekist og hvað væri vel heppnað og annað miður heppnað í sláturgerðinni. Þar kom t.d. fram hvernig hlufall mörsins hefði verið og hvort blóðmörinn hefði verið of stífur eða ekki. Slátrið hennar mömmu er algjört brill.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynja skordal

Brynja skordal, 7.10.2008 kl. 12:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband