Dásamleg helgi

Laugardagur - ekki kóræfing og ég heima - loksins!!!

Það er orðið æðilangt síðan ég dólaði heilan laugardag heimafyrir. Þrjár helgar fóru í Kína, næstu helgi þar á eftir var ég í Latabæ að hringja bjöllum, svo var það London og um síðustu helgi þá fórum við í sveitina.

Núna er ég að laga til, stelpurnar báðar heima, Gulli að stjórna útsendingu á Laugardagsvellinum. Í spilaranum er diskur sem Hannes bróðir brenndi fyrir mig með flottum söngkonum og lífið er dásamlegt.

Í kvöld ætla ég síðan að elda gúllassúpu fyrir mig og mína; heimilisfólkið, máginn í kjallaranum, mömmu mína og frænku í Þinfholtunum.

Í eftirmat verður eplabaka. Gin og tónik fyrir matinn, fullt af rauðvíni og svo eigum við eitthvað gott með kaffinu á eftir.......gæti þetta orðið betra?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

æ hvað er gott að lesa svona gleðitón eftir allt svartsýnisdótið undanfarið.

Eigði góða helgi

kv Díana og Guðrún Edda sem njóta líka lífsins þennan góðviðris laugardag

díana (IP-tala skráð) 4.10.2008 kl. 13:53

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Ef að einhverntíman var þörf á rauðvíni þá er það núna Anna mín. Þetta var fín kvöldstund og þær sátu til að verða 01:00. Ég stóð við gefin loforð um fullt af rauðvíni. Súpan var frábær (og afgangur nægur fyrir okkur fjögur í kreppumat) og mikið spjallað og hlegið.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 6.10.2008 kl. 08:59

3 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

segi það með þér Kristín, ef ekki núna rauðvín þá hvenær?  Við brutum sjálfskipað bindindi einmitt í gærkvöldi...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 6.10.2008 kl. 12:47

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og yndislegar ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 19:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband