23.5.2008 | 14:01
Stund milli stríða
Ég er í sumarfríi í dag og var það lík í gær. Ég var uppi í RÚV í gær að vinna við Júrovisjón og í dag er ég í stússi; ég ætla að heimsækja mömmu mína, skreppa í Kringluna með þeirri yngri og sitthvað fleira. Byrjaði á því að sofa út.
Við erum boðin í tvær veisur í kvöld og báðar byrjar þær klukkan 18:00 og eru í sitthvorri sýslunni!
Við byrjum á að fara að Þurá í Ölfusinu þar sem Helga Aradóttir heldur sína stúdents veislu. Helga er dóttir Sigrúnar sambýliskonu Hannesar bróður míns og veislan er heima hjá pabba hennar og hans konu. Helga er falleg og góð stúlka og útskrifast frá Kvennaskólanum. Hún ætlar að vinna á leikskóla í sumar og fram að jólum og ferðast svo um heiminn. Gott plan það.
Síðan förum við veislu í Oddfellow húsinu en þar heldur Guðrún, kona Gunnlaugs móðurbróður Gulla, upp á 80 ára afmæli sitt.
Svona á þetta að vera.....
Athugasemdir
Glæsileg helgi hjá þér. Yfir mína helgi er bara eitt orð: Vinna.
Helga Magnúsdóttir, 23.5.2008 kl. 16:28
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.