22.5.2008 | 17:01
Spennan að verða óbærileg
Nokkra daga á ári dett ég í þvílíkan júrovisjón gír. Ég er ekki neinn sérfærðingur og man ekkert um fyrri keppnir en helli mér út í pælingar þegar keppnin nálgast.
Ég er líka svo heppin að fá að vinna dálítið við keppnina hvert ár - er með vara dómefndina á mínum snærum.
Ég sá loka æfinguna núna í hádeginu og það verður að segjast að okkar fólk stóð sig frábærlega vel.
En því verður ekki neitað að þessi riðill er talsvert erfiðari en sá á þriðjudag. Það eru miklu flottari lög núna og betri flytjendur.
En af því að ég er bjartsýn og jákvæð manneskja að eðlisfari þá spái ég því að við komumst áfram í kvöld.
Ég vann tvisvar júrópottin þegar ég var að vinna á RÚV og það var þegar við urðum í 2. sæti og 4.sæti.
Athugasemdir
Við erum þá í sama gírnum, í það minnsta þessa ákveðnu daga á ári. Ég er óforbetranlegur júróvisjónfíkill. Er stolt af mínu fólki en varast of miklar væntingar eins og heitan eldinn, veit að við hefðum flogið í gegn ef við hefðum verið í fyrri riðlinum. Rúmur klukkutími til stefnu, nú er bara að senda alla okkar bestu strauma.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.5.2008 kl. 17:51
Já Anna - nú sendum við allt okkar til þeirra.
Hér er að færast fjör í leikinn - sú yngri á von á 5 bekkjarsystkinum og ég ætla að gefa öllu liðinu pizzu. Læt þau hjálpa mér að útbúa þær milli 6 og 7 því ekki má trufla mig þegar dýrðin byrjar....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 22.5.2008 kl. 18:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.