16.5.2008 | 00:16
Fögnuður með öfugum formerkjum.
Það er rétt sem kom fram í kvöldfréttum Útvarps að nú fagna Ísrelar því að hafa fyrir 60 árum hrakið 700 þúsund Palestínu menn á vergang.
Þessi ákvörðun sem tekin var á sínum tíma um að úthluta gyðingum Palestínu er afar sérkennileg. En hún á liklega sínar skýringar í fordómum gagnvart gyðingum sem kristnir hafa alið í brjósti sér lengur en sagan man.
Stóð það ekki næst Evrópumönnum að gefa gyðingum land og þá helst Þjóðverjum? Af hverju var þeim ekki úthutaður land í Þýskalandi? eða í blómlegum sveitum Englands? Nú eða afhverju fengu þeir ekki að stofna fríríki í Bandaríkjunum? Hafa Bandaríkjamenn ekki verið þeirra helstu bandamenn?
Skýringuna er að finna í fordómum. Það gat engin "siðmenntuð þjóð" hugsað sér að hafa "skítuga júða" nálægt sér. Nei þeir skyldu fá land sem var vont til ræktunar og svo þvoðu ráðamenn hendur sínar. Og kölluð með því yfir hundrðu þúsundir manna mikla neyð.
Ég hef í gegnum tíðina lesið talsvert af skáldskap eftir gyðinga og verið mjög hrifin. Hreifst ung af Soul Bellow, Isaac Basewic Singer og þessum öllum gæjum. Tók meira að segja þriggja punkta kúrs í háskólanum í Iþöku sem hét Jewis American Writers. Ég held að ég hafi verið eina kristna manneskjan í þeim kúrs. Og í mörgum þessara bóka kemur fram hvíliíkir fordómar hafa mætt gyðingum allstaðar í heiminum.
En þessu verður að linna fyrir botni Miðjarðarhafs. Vopn palestínu manna eru eins og teygjubyssur í samanburði við vopn og fé Ísraelsmanna.
Nú er vona á 60 flóttamönnum sem eiga uppruna sinn að rekja til Palestínu hingað til lands. Þetta eru einstæðar mæður og börn þeirra og þeirra bíður ekkert líf þar sem þau eru núna í flóttamannabúðum. Og við eigum að taka vel á móti þeim.
Athugasemdir
Bestu óskir um góða helgi
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.5.2008 kl. 23:18
Ég held að það sé rétt sem Ben Gurion sagði hér um árið: Eina lausnin á þessari deilu er að sprengja allt svæðið í loft upp.
Helga Magnúsdóttir, 18.5.2008 kl. 20:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.