23.4.2008 | 08:38
Ný greining
Ég var nýlega greind með ASS (aldurstengd skerðing á skammtímaminni). Einkennin
eru eftirfarandi:
Í gær ákvað ég að drífa mig í að þvo bílinn. Þegar ég var á leið út í bílskúr,
sá ég að pósturinn lá í forstofuganginum. Best að skoða póstinn áður en ég þvæ
bílinn, segi ég við sjálfa mig. Ég legg bíllyklana á hilluna í ganginum og geng
fram í eldhús. Ég flokka póstinn, kasta auglýsingabæklingunum í dagblaðakörfuna
og sé þá að hún er orðin yfirfull. Því legg ég reikningana og eitt bréf sem
inniheldur könnun með svarblaði á eldhúsborðið og ákveð að rölta með blöðin út
í gám. Þar sem ég geng hvort eð er framhjá póstkassa um leið og ég fer með
blöðin í pappírsgáminn, ákveð ég að taka með mér svarblaðið frá könnuninni og
skella því í póstkassann í leiðinni. En fyrst þarf ég penna til að fylla út
svarblaðið. Pennarnir eru í skrifborðinu í vinnuherberginu, svo ég fer þangað inn og finn flösku með ávaxtasafa á skrifborðinu. Ég ákveð að setja flöskuna með
ávaxtasafanum til hliðar svo ég reki mig ekki í hana og helli niður við leitina
að pennanum. Þegar ég tek flöskuna upp finn ég að ávaxtasafinn er volgur. Hann
þarf að fara í ísskáp svo hann skemmist ekki, hugsa ég. Á leiðinni inn í eldhús
með ávaxtasafann sé ég blómavasa sem stendur á símaborðinu.
Ég sé að ekkert vatn er eftir í vasanum og að blómin eru farin að visna svo ég
set ávaxtasafann frá mér á borðið til að taka upp vasann. Þá kem ég auga á
lesgleraugun mín sem ég hafði leitað að allan morguninn. Það er best að ég
leggi þau á skrifborðið þar sem ég finn þau aftur hugsa ég, en fyrst ætla ég að
gefa blómunum vatn. Ég legg því frá mér gleraugun í gluggann við vaskinn og set
vatn í vatnskönnu. Þá sé ég allt í einu fjarstýringuna fyrir sjónvarpið. Einhver hafði lagt hana frá sér á boðið við vaskinn. Hmm, þegar við ætlum að horfa á sjónvarpið í kvöld
eigum við eftir að leita að fjarstýringunni og engin man eftir því að hún
liggur á borðinu við vaskinn, hugsaði ég. Ég ætti að leggja hana við sjónvarpssófann
þar sem hún á að vera, en fyrst ætla ég að vökva blómin.
Þegar ég helli vatninu í blómavasann, tekst ekki til betur en svo að mestur
hluti þess lendir á borðinu og rennur þaðan niður á gólf. Ég legg
fjarstýringuna frá mér upp í hillu fyrir ofan símaborðið og sæki tusku til að
þurka upp vatnið. Síðan geng ég aftur út í forstofuganginn til að reyna að muna
hvað ég hafði upphaflega ætlað mér að gera.
Alla vega var bíllinn enn óþrifinn um kvöldið, það var ekki búið að fara með
svarið við skoðanakönnuninni í póst, það stóð flaska með volgum ávaxtasafa á
símaborðinu, blómin voru dáin, ég hafði týnt fjarstýringunni fyrir sjónvarpið,
ég fann ekki gleraugun mín og hafði ekki hugmynd um hvar ég lagði frá mér
bíllyklana. Í dag hef ég brotið heilann um af hverju ég kom engu í framkvæmd í gær. Mér finnst
það með ólíkindum, því ég veit að ég var að allann daginn og var gjörsamlega
úrvinda. Ég geri mér grein fyrir að ég glími við alvarlegt vandamál og að ég verð
að leita mér aðstoðar, en fyrst ætla ég að skoða tölvupóstinn minn.
Getur þú verið svo elskuleg/elskulegur að gera mér greiða? Sendu þetta bréf til
allra sem þú heldur að þurfi á greiningu að halda, ég man ekki hverjum ég er þegar
búin að senda það.Kveðja
eru eftirfarandi:
Í gær ákvað ég að drífa mig í að þvo bílinn. Þegar ég var á leið út í bílskúr,
sá ég að pósturinn lá í forstofuganginum. Best að skoða póstinn áður en ég þvæ
bílinn, segi ég við sjálfa mig. Ég legg bíllyklana á hilluna í ganginum og geng
fram í eldhús. Ég flokka póstinn, kasta auglýsingabæklingunum í dagblaðakörfuna
og sé þá að hún er orðin yfirfull. Því legg ég reikningana og eitt bréf sem
inniheldur könnun með svarblaði á eldhúsborðið og ákveð að rölta með blöðin út
í gám. Þar sem ég geng hvort eð er framhjá póstkassa um leið og ég fer með
blöðin í pappírsgáminn, ákveð ég að taka með mér svarblaðið frá könnuninni og
skella því í póstkassann í leiðinni. En fyrst þarf ég penna til að fylla út
svarblaðið. Pennarnir eru í skrifborðinu í vinnuherberginu, svo ég fer þangað inn og finn flösku með ávaxtasafa á skrifborðinu. Ég ákveð að setja flöskuna með
ávaxtasafanum til hliðar svo ég reki mig ekki í hana og helli niður við leitina
að pennanum. Þegar ég tek flöskuna upp finn ég að ávaxtasafinn er volgur. Hann
þarf að fara í ísskáp svo hann skemmist ekki, hugsa ég. Á leiðinni inn í eldhús
með ávaxtasafann sé ég blómavasa sem stendur á símaborðinu.
Ég sé að ekkert vatn er eftir í vasanum og að blómin eru farin að visna svo ég
set ávaxtasafann frá mér á borðið til að taka upp vasann. Þá kem ég auga á
lesgleraugun mín sem ég hafði leitað að allan morguninn. Það er best að ég
leggi þau á skrifborðið þar sem ég finn þau aftur hugsa ég, en fyrst ætla ég að
gefa blómunum vatn. Ég legg því frá mér gleraugun í gluggann við vaskinn og set
vatn í vatnskönnu. Þá sé ég allt í einu fjarstýringuna fyrir sjónvarpið. Einhver hafði lagt hana frá sér á boðið við vaskinn. Hmm, þegar við ætlum að horfa á sjónvarpið í kvöld
eigum við eftir að leita að fjarstýringunni og engin man eftir því að hún
liggur á borðinu við vaskinn, hugsaði ég. Ég ætti að leggja hana við sjónvarpssófann
þar sem hún á að vera, en fyrst ætla ég að vökva blómin.
Þegar ég helli vatninu í blómavasann, tekst ekki til betur en svo að mestur
hluti þess lendir á borðinu og rennur þaðan niður á gólf. Ég legg
fjarstýringuna frá mér upp í hillu fyrir ofan símaborðið og sæki tusku til að
þurka upp vatnið. Síðan geng ég aftur út í forstofuganginn til að reyna að muna
hvað ég hafði upphaflega ætlað mér að gera.
Alla vega var bíllinn enn óþrifinn um kvöldið, það var ekki búið að fara með
svarið við skoðanakönnuninni í póst, það stóð flaska með volgum ávaxtasafa á
símaborðinu, blómin voru dáin, ég hafði týnt fjarstýringunni fyrir sjónvarpið,
ég fann ekki gleraugun mín og hafði ekki hugmynd um hvar ég lagði frá mér
bíllyklana. Í dag hef ég brotið heilann um af hverju ég kom engu í framkvæmd í gær. Mér finnst
það með ólíkindum, því ég veit að ég var að allann daginn og var gjörsamlega
úrvinda. Ég geri mér grein fyrir að ég glími við alvarlegt vandamál og að ég verð
að leita mér aðstoðar, en fyrst ætla ég að skoða tölvupóstinn minn.
Getur þú verið svo elskuleg/elskulegur að gera mér greiða? Sendu þetta bréf til
allra sem þú heldur að þurfi á greiningu að halda, ég man ekki hverjum ég er þegar
búin að senda það.Kveðja
Athugasemdir
ROFL - Kristín mín ég er með sömu greiningu, og reyndar líka allt skemmtilegasta fólkið sem ég þekki. Eigum við að stofna samtök?
Knúsaðu Gulla minn frá mér :-)
Unnur x íþróttaskrifta
U (IP-tala skráð) 8.5.2008 kl. 10:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.