22.4.2008 | 16:43
Tónleikar með frábærum tónlistarmönnum til styrktar góðu málefni.
Tónleikar til styrktar hljóðfærakaupum fyrir börn í flóttamannabúðum í Palestínu:
TÓNLEIKAR Tónleikar til fjármögnunará hljóðfærakaupum fyrir
börn í Balata flóttamannabúðunum
í útjaðri Nablus í Palestínu verða
haldnir í Neskirkju sumardaginn
fyrsta. Á tónleikunum munu Víkingur
Heiðar Ólafsson píanóleikari,
Bryndís Halla Gylfadóttir sellóleikari
og Arngunnur Árnadóttir
klarinettleikari koma fram.
Þetta kom til vegna þess að ég
fór til Palestínu um jólin og heimsótti
meðal annars þessar flóttamannabúðir
sem eru einar þær
stærstu á svæðinu, segir Þorbjörg
Sveinsdóttir, forsvarsmaður
tónleikanna. Hún segir mann í
sjálfboðavinnu kenna börnum að
spila á hljóðfæri í æskulýðsmiðstöð
sem rekin er í flóttamannabúðunum.
Kennt sé á eitt rafmagnsorgel
og tvær fiðlur. Svo
mér datt í hug að halda tónleika til
að kaupa hljóðfæri handa þeim.
Þá vonast Þorbjörg einnig til að
geta styrkt barnaskóla á svæðinu.
Tónleikarnir verða á fimmtudaginn
í Neskirkju og hefjast þeir
klukkan 20. Aðgangseyrir að tónleikunum
er 1.500 krónur en allur
ágóði rennur til söfnunarinnar. Þá
gefa allir þeir sem að tónleikunum
koma vinnu sína auk þess sem
Neskirkja gefur afnot af kirkjunni.
Ef fólk vill styrkja þetta
frekar er hægt að leggja inn á
reikning 0311-13-700826, kennitala
280484-3429, en takmarkið er
að fylla kirkjuna, segir Þorbjörg.
- ovd
Tónleikar til styrktar hljóðfærakaupum fyrir börn í flóttamannabúðum í Palestínu:
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.