Dresden

Við höldum til þessarar miklu menningarborgar á fimmtudag og syngjum í Frúarkrikjunni sem er ný endurbyggð og endurvígð. Dresden var bombarderuð í lok seinni heimstyrjaldar og eiginlega óskiljanlegt að það skyldi gerast. Þjóðverjar voru gott semer  búnir að tapa stríðinu og það hefur stundum við talað um þessa árás sem Hirosima Evrópu.

Ekki varð það borginni til góðs að vera undir stjórn kommúnista í 40 ár og það verður gaman að sjá uppbygginguna. Rústir kirkjunnar minntu á þessa skelfilegu tíma og það er 10- 15 ár síðan farið var að safna fyrir uppbyggingu og kirkjan var endurvígð. Notaðir voru þeir heillegu steinar sem til voru og er það víst sérlega áhrifaríkt að sjá þessa gömlu steina innan um þá nýju. Það komu nokkrir breskir hermenn að byggingarvinnunni - sumir þeirra höfðu tekið þátt í að sprengja hana.

Marteinn kórstjórinn okkar er frá Meisen sem er skammt frá Dresden. Hann er fæddur 1939 og man og sá þegar Dresden brann.

Það verður stórkostegt að syngja í kirkjunni. Við syngjum bæði við messu á sunndagsmrgninum og síðan eru tónleikar klukkan 15:00.

Það er stór hópur sem fer. Kórinn er óvenju stór, 70 manns, og svo fara nokkrir makar með. Einnig prestar og kirkjuhaldari Dómkirkjunnar.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Þetta verður greinilega stórmerkileg ferð. Flott að endurbyggja kirkjuna en ekki ryðja henni burt til að rýma fyrir nýju eins og okkur Íslendingum hættir svo til.

Helga Magnúsdóttir, 21.4.2008 kl. 13:27

2 Smámynd: Anna Margrét

Úh, hljómar spennandi

Anna Margrét, 21.4.2008 kl. 20:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband