5.3.2008 | 07:28
London calling
London handan við hornið. Þar verðu gaman. Ég er búin að panta borð á flottum indverskum stað sem er með Michelin stjörnu. Það eru þúsundir indverskra í London og ég ætla ekki að ramba inn á einhvern miður góðan. Svo er ég búin að panta á ítölsum stað sem heitir Sarastro. Þar er víst ágætis matur og lifandi tónlista á sunnudagskvöldum því þá skemmta söng nemendur. Og umhverfi staðarins er víst ævintýralegt.
Það er verið að reyna að finna fyrir okkur miða á Tottenham leik á sunnudag en það lítur ekki vel út.
Svo er við auðvitað búin að kaupa miða á The Sound of Music.
Á stóra b-deginum verður gaman. Þá ætla ég að hitta Steve og Walter mína elskulegu vini og svo er frábært að vinkona mín Inga Huld Markan ætlar að koma frá Cambridge og vera með okkur.
Dagurinn byrjar á kampavíns lunch, síðan ætla ég að fara í London eye, fara og skoða húsið sem foreldrar mínir bjuggu saman í í London og syngja karíókí.
Og eflaust geri ég eitthvað fleira sem bæði sæmir og sæmir ekki 50 ára konu.
Hér heima ætla stelpur, frændi í kjallaranum, amma og kisa að passa hvert annað og passa húsið.
En það besta við að fara að heiman er að koma heim - ekki satt.....
Athugasemdir
Góða skemmtun í London. Við ætlum að djamma í safnaðarheimili Neskirkju þann áttunda, vel á annað hundrað manns skilst mér! Afmælisbróðir þinn biður vitanlega að heilsa. Til hamingju!
Helga (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 08:45
Góða skemmtun og bið að heilsa London :)
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 5.3.2008 kl. 10:07
Þetta verður örugglega rosalega skemmtileg ferð. Hlakka til að heyra ferðasöguna þegar þú kemur aftur:)
Karin Erna Elmarsdóttir, 5.3.2008 kl. 10:48
Góða ferð og góða skemmtun :D Hvað heitir annars þessi indverski staður?
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 10:52
Um að gera að skella sér bara á völlinn... alltaf einhverjir gaurar fyrir utan að selja miða. Ef það klikkar þá er samt alltaf gaman að upplifa stemninguna, taka svo bara leikinn yfir öl á nærliggjandi pöbb :)
SævarJökull (IP-tala skráð) 5.3.2008 kl. 15:22
Góða ferð,elsku Kristín mín
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.3.2008 kl. 19:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.