20.2.2008 | 08:16
Slysadeildin
Hringt úr Vogaskóla klukkan 08:30 í gærmorgun. Anna Kristín hafði dottið í tröppum í skólanum og fann mikið til í fætinum. Mamman sleit fundi sem var að byrja og brenndi eftir barninu. Á slysadeildinni kom í ljós að brotnað hafði bein í ristinni á stelpunni minni. Og nú er hún í gifsi frá tám og upp að hné. Sem betur fer er þetta létt plast gifsi og hún mátti stíga í það rúmum klukkutíma eftir að það var sett á.
Hún er heima snúllan og lætur fara vel með sig enda búin á því í gærkvöldi. Hún tók verkjartöflur áður en hún fór að sofa og var sem betur fer verkjalaus í nótt. Enginn skóli samt í dag og á morgun.
Athugasemdir
Æh, skinnið. Samúð...
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.2.2008 kl. 10:28
Æ, það var leiðinlegt að heyra. Ég bið voða vel að heilsa henni.
Kv. Systa.
Systa (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 14:38
æ æ en leiðinlegt
gott að hún á góða að og ég efast ekki um að það verður stjanað við prinsessuna,
batakveðjur
Díana
díana (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 15:32
Æi elsku litla stelpan þessi. Þið mæðgur eigið alla mína samúð.
Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.