18.2.2008 | 07:45
Fögnður og helgin
Ari hinn dásamlegti gisti hjá okkur aðfarnótt laugardags. Hann var fallegur, góður og skemmtilegur. Í gleðinni yfir að hafa haft Ara strauk ég manni mínum ofur blíðlega um bak og lendar og hvíslaði hvort við ættum ekki að búa til barn og bæta í hópinn. Alveg steingleymdi ég því að ég á þrjár vikur í fimmtíu árin og svo er ég vita leglaus.....
Annars var helgin skemmtileg, skemmtileg. Eftir kóræfingu á laugardeginum drifum við okkur austur í bústað. Sú eldri fór með en hin yngri þurfti að sinna félagslífinu. Anna Kristín fór ekkert í grafgötur með að hún ætlaðist til dekurs í bústaðnum og keypt var nammi og snakk. Síðan var eldað nautakjöt og brokkolí, farið í heitann pott og uppáhalds rauðvínið drukkið - Reserva ducale.
Í gærkvöldi fór ég með mömmu í óperuna að sjá La Traviata.
Það var mjög gaman en rosalega brussuleg uppfærsla. Söngurinn var fínn og sérstaklega var gaman að heyra í Tómasi Tómassyni bassa sem var flottur í hlutverki pabbanns. Dúettinn milli hans og Víolettu var æði!
Athugasemdir
Sæl Kristin. Kona getur alltaf á sig blómum bætt. Ég mæli með SOS barn. Við erum með einn 7 ára í Thrissur á Indlandi. Það er svo gaman að fá að fylgjast með honum og systkinin hans í SOS þorpinu.
Heidi Strand, 18.2.2008 kl. 08:03
Já Heidi - ég hef oft hugsað um að styðja barn í útlöndum. Best ég drífi í því núna. Ég held að dætur mínar hefðu gott og gaman af að eignast "systkin" í útlöndum. Annars er ég að lána í KIVA og er byrjuð að fá endurgreidd lánin. Þá er bara að lána aftur og aftur og aftur.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 18.2.2008 kl. 08:20
uss uss uss,
hvaða hvaða.... legleysi og smá aldur engin fyrirstaða mín kæra, þ.e. ef þú ferð mína leið í barneignum og þá færðu eina bjútíbolluna í stelpusafnið þitt sem trítlar á undurfríðum litlum tám eldsnemma á morgnana um helgar.
ræðum það síðar
kv fyrsta freyja
fyrsta freyja (IP-tala skráð) 18.2.2008 kl. 15:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.