11.2.2008 | 11:32
Æskuheimili mitt
Húsið sem ég ólst upp í - Hófgerði 26 - er til sölu. Það hefur undirgengist talsverðar breytingar, búið að sameina stofu, borðstofu og eldhús og bæta geymslunni við (geymslan var nú einu sinni herbergið mitt). Enginn var bílskúrinn þegar við vorum þarna. Í þetta hús fluttu foreldrar mínir með mig eins árs og Palla fjögura ára. Hannes fæddist síðan tveim árum síðan. Við bjuggum þarna til 1976.
Þetta var hrikalega barnmargt hverfi og svaka gaman. Kársnesskóli steinsnar í burtu, Fiskbúiðin hans Bóbó (pabba Kristjáns Hreinssonar skálds) á horninu og svo Jóabúð þar sem allir versluðu. Svo kom sundlaugin og í þeirri litlu laug var allur bærinn á góðviðrisdögum. Kirkjuholtið var aðal leiksvæðið okkar.
http://www.habil.is/lix/adjalta?HabilView=110587&sysl&habil&HouseId=837211
Athugasemdir
Ég sá húsið mitt sem ég byggði frá grunni á sölu í fyrra. Myndir teknar innan hússins vöktu upp minningar hjá mér eins og hjá þér núna þegar þú minnist liðinna daga...
Guðrún Magnea Helgadóttir, 11.2.2008 kl. 16:45
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.2.2008 kl. 22:54
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.2.2008 kl. 11:55
Hvort húsið er það?
systa (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 13:43
Nú auðvitað litla hvíta húsið sem er fremst á myndinni! Það var reyndar ekki svona timburklætt þegar ég var lítil og ótrúlega fallegt og gott barn - að ég tali nú ekki um hvað ég var skemmtileg og klár og góð við foreldra mína og bræður og hvað ég var hjálpsöm við öll börnin í götunni og hvað ég var greiðvikin við nágranna mína eða hvað ég sýndi mikla tónlistarhæfileika eða hvað ég var alltaf fallega klædd og hvað ég var vel greidd ogogogogogogog
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 13.2.2008 kl. 13:52
Ég var nú bara svona meira að spyrja um húsið....
systa (IP-tala skráð) 13.2.2008 kl. 14:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.