Mér er heitt í hamsi!!!!!

Svona líður mér eftir að hafa lesið tvær fínar greinar í Morgunblaðinu. Önnur greinin er eftir Edmund Bellersen, sem ég veit ekki nein deili á, og hin eftir Hjálmtý Heiðdal kvikmyndagerðarmann. Báðar fjalla um ástandið í Palestínu.

Ég verð döpur og reið þegar ég hugsa til ástandsins og hvernig Ísraelsmenn fara með Palestínumenn. Þessi ríka þjóð sem er dyggilega studd af Bandaríkjamönnum býr yfir miklum herafla og á vopn eins og þeir þurfa. Þetta nota þeir síðan til að kúga og drepa Palestínumenn.

Það var líka ágætt sem Hjálmtýr bendir á í sinni grein að Palestínumenn höfðu ekkert um það að segja að Bretar úthlutuðu gyðingum landið sem þeir áttu. Af hverju var þeim ekki boðið skjól í Þýskalandi eða Póllandi? Nú eða í Bretandi sjálfu?

Og ég vil ekki heyra einhverja dellu eins og þá að það standi í Bibblíunni að gyðingar eigi Palestínu.

Ég hef reynt að leggja mitt lóð á vogarskálina með því að fara á fundi til að mótmæla ástandinu.

Hvað getur maður raunverulega gert? Ég dái Svein Rúnar Hauksson og aðra þá sem fara og reyna að hjálpa Palestínu mönnum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

kvitt kvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.2.2008 kl. 00:43

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Ég held að hugmyndin að stofnun Ísraels hafi örugglega ekki komið fyrst fram hjá Thor Thors, en hann átti sinn þátt í því sem sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að greiða fyrir stofnun ríksins, sérstaklega þar sem hann var í þriggja manna nefnd SÞ sem gera átti tillögur að skiptingu Palestínu og var framsögumaður í því máli.

Þannig að við Íslendingar berum talsverða ábyrgð á tilvist Ísraelsríkis, í það minnsta siðferðislega.

Svala Jónsdóttir, 11.2.2008 kl. 15:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband