10.2.2008 | 17:29
Mér er heitt í hamsi!!!!!
Svona líður mér eftir að hafa lesið tvær fínar greinar í Morgunblaðinu. Önnur greinin er eftir Edmund Bellersen, sem ég veit ekki nein deili á, og hin eftir Hjálmtý Heiðdal kvikmyndagerðarmann. Báðar fjalla um ástandið í Palestínu.
Ég verð döpur og reið þegar ég hugsa til ástandsins og hvernig Ísraelsmenn fara með Palestínumenn. Þessi ríka þjóð sem er dyggilega studd af Bandaríkjamönnum býr yfir miklum herafla og á vopn eins og þeir þurfa. Þetta nota þeir síðan til að kúga og drepa Palestínumenn.
Það var líka ágætt sem Hjálmtýr bendir á í sinni grein að Palestínumenn höfðu ekkert um það að segja að Bretar úthlutuðu gyðingum landið sem þeir áttu. Af hverju var þeim ekki boðið skjól í Þýskalandi eða Póllandi? Nú eða í Bretandi sjálfu?
Og ég vil ekki heyra einhverja dellu eins og þá að það standi í Bibblíunni að gyðingar eigi Palestínu.
Ég hef reynt að leggja mitt lóð á vogarskálina með því að fara á fundi til að mótmæla ástandinu.
Hvað getur maður raunverulega gert? Ég dái Svein Rúnar Hauksson og aðra þá sem fara og reyna að hjálpa Palestínu mönnum.
Athugasemdir
kvitt kvitt og kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.2.2008 kl. 00:43
Ég held að hugmyndin að stofnun Ísraels hafi örugglega ekki komið fyrst fram hjá Thor Thors, en hann átti sinn þátt í því sem sendiherra Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum að greiða fyrir stofnun ríksins, sérstaklega þar sem hann var í þriggja manna nefnd SÞ sem gera átti tillögur að skiptingu Palestínu og var framsögumaður í því máli.
Þannig að við Íslendingar berum talsverða ábyrgð á tilvist Ísraelsríkis, í það minnsta siðferðislega.
Svala Jónsdóttir, 11.2.2008 kl. 15:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.