Hjá ofnæmislækni

Sú yngri greindist með ofnæmi fyrir 3 - 4 árum. "Pabbi, ég er með ofnæmi fyrir fíbblum" sagði hún í símann þegar hún færði pabba sínum fréttirnar. Sem sagt með ofnæmi fyrir túnfíflum. Og nú hefur vaknað grunur um að hún sé með ofnæmi fyrir íbúfeni. Ég fór með hana til læknis í gær og hún gerði svona húðrispu test á henni og nú hefur bæst við ofnæmi fyrir grasi, trjám og ryki og vottur af ofnæmi fyrir skelfiski og soja.

Og vottur af ofnæmi fyrir köttum. Og það er ekki gott. Það trilluðu tár niður vangann á stúlkunni minni þegar læknirinn sagði að ofnæmi gæti þróast út í asma og þá væri bara eitt í stöðunni.

Við ákváðum í gær að Soffía aðalköttur fengi ekki lengur að sofa á koddanum hjá Bryndísi og ekki að vera inni í herberginu hennar á daginn. Með því væri hugsanlega hægt að komast hjá því að ofnæmið versnaði.

Um miðja nótt byrjaði síðan Soffía að væla og vakti heimilisfólkið því hana langaði svo mikið inn í herbergi stúlkunnar. En þær systur gáfu sig ekki.

Mig grunar að það verði jafn erfitt að kenna Soffíu að vera ekki inni á kodda eins og það er víst erfitt að kenna gamla hundinum - æi þið vitið hvað......


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband