Svipuð saga

Til mín komu hjón um daginn sem höfðu verið á ferðalagi um Albaníu. Þau létu vel af ferðinni og fannst landið áhugavert. Þau voru á bílaleigubíl og létu bara ráðast hvar þau létu fyrirberast - áttu hvergi pantaða gistingu nema fyrstu nóttina.

Þau voru fimm saman og höfðu pantað sér sjö manna bíl svo vel færi um alla. Þegar þau lentu á flugvellinum í Tirana fannst hvergi bíllinn sem þau höfðu pantað. Þetta átti að  flottur bíll með cruse controll, topplúg og GPS staðsetningartækum. Það þurfti að vekja upp starfsmann bílaleigunnar sem kom strax til að athuga málið.

Hann rak upp roknahlátur þegar þau báru upp erindi sitt við hann og sýndu honum plöggin varðandi leiguna - svona flottur bíll væri nú ekki á þeirra leigu og ekkert GPS kerfi væri í landinu.

Það kom síðan í ljós að það beið eftir þeim flottur bíll í Albany NY - höfuðborg NY fylkis í Bandaríkjunum..........



mbl.is Afdrifarík stafsetningarvilla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómar eins og lygasaga ..

GPS er 'Global Positioning System', og þ.a.l. í öllum löndum jarðar. 

Fransman (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þetta fólk sat heima hjá mér og sagði þessa sögu. Hugsanlegt að ég hafi misskilið - getur verið að ekki hafi verið til bíll á bílaleigunni með GPS kerfi........

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:27

3 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Góð saga!

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:28

4 Smámynd: Greta Björg Úlfsdóttir

Global Positioning System þarf ekki endilega að vera alls staðar og í öllum löndum heimsins þó það heiti það. Sjálfsagt álíka og með farsímakerfið hér á landi...

Greta Björg Úlfsdóttir, 5.9.2007 kl. 13:30

5 identicon

sagan frá Albaníu er góð, samt ekki eins og fréttin - fólkið hér hefur ætlað sér upphaflega til Albaníu og farið þangað, en mistökin var bara bílaleigubílinn. Allavegna held ég það 

GPS er virkt í öllum heimshlutum bæði til sjávar og sveita, en afturámóti er ólíklegt að nokkurt GPS-vegakort sé til af landinu, því nýtist tæki sem sýnir staðsetningu sem punkt á skjá í lengdar-og breiddargráðum lítið fyrir almennan notenda. 

Birgir Guðbergss. (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 14:44

6 Smámynd: ViceRoy

Fransman þetta er bull hjá þér vinurinn. Þjóðirnar mappa löndin sín sjálfir og fann ég vel fyrir þessum mun á Þýskalandi þar sem aldrei klikkaði nokkuð og svo aftur á móti í Frakklandi þar sem þetta var herfilegt system. Ekkert virkaði nema parís, vantaði helling af vegum og svo voru vegir í kerfinu sem voru ekki einu sinni til staðar.  OG ef þetta væri svona þá þyrftirðu t.d. ekki að kaupa Íslandspakkann á 12 þúsund krónur ;)  Þú ert eitthvað á villigötum, jú þú getur notast við staðsetningarkerfið en vegakerfið þarf ekki að vera til.

ViceRoy, 5.9.2007 kl. 14:48

7 identicon

Höfuðborg NY heitir Albany, ekki Albanía

Guðmundur (IP-tala skráð) 5.9.2007 kl. 14:53

8 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Mikið rétt, mikið rétt - Albany var það heillin

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 5.9.2007 kl. 14:57

9 Smámynd: Matthías Ásgeirsson

Sæþór Árni. Landakortin tengjast GPS kerfinu ekki á nokkurn hátt heldur eru þau aukabúnaður þeirra tækja sem slík kort nota. Kortin þarf að kaupa sérstaklega svo tækin geti birt staðsetningu þína auk þess að kortin innihalda upplýsingar um staðarhætti, bæjar- og götuheiti.

En með gps tæki getur þú fundið staðsetningu þína (séð hnitin) hvar sem er á hnettinum, svo lengi sem þú sérð til himins.

Svona tæki hafa einfaldlega ekki staðið til boða í bílaleigum í þessum landi - enda kosta þau sitt og yrði vafalaust stolið á fyrsta degi.

Matthías Ásgeirsson, 5.9.2007 kl. 16:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband