4.9.2007 | 12:29
Undur og stórmerki
Vinnu minnar vegna þá er ég suma morgna mætt hér í Borgartúnið rétt upp úr klukkan 06:30. Glugginn minn snýr að götunni og ég get fylgst með gestum og gangandi. Hér rétt fyrir utan er strætóskýli þar sem stoppa að ég held tvær leiðir. Í gegnum tíðina hefur þetta skýli verið tómt en í gærmorgun tók ég eftir að í skýlinu biðu á sama tíma 5 - 7 manns! Gæti þetta verið vegna þess að frítt er orðið í strætó fyrir menntaskóla og háskólanema? Ef svo er þá eru það góða fréttir.
En koma sooooooo - frítt fyrir öll börn - það hlýtur að vera krafan!
Athugasemdir
Málið er einfaldlega það, að þegar ég var að keyra fjarkann og svona þá vildi fólk endilega fá að borga farið með mér, en þegar ég hætti, að mestu, þá vildi fólk bara ekki koma í strætó svo þetta var eina ráðið þ.e gefa bara frítt. Já ég er alveg sammála með að gefa á börnum frítt í strætó, þó svo að þau hafi ekkert þekkt mig.
Kjartan Pálmarsson, 4.9.2007 kl. 12:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.