Sumrin mín

Ég var að rifja upp hvernig sumrin hjá mér hafa verið og man ansi langt aftur:

1973 - 15 ára og á símanum hjá ÁTVR

1974 - 1100 ára afmælið - mjög gott veður það sumar og ég að vinna í Jóabúð

1975 - Gangastúlka á Landspítalanum

1976 - Noregur - Norður Þrændalög á bóndabæ allt sumarið

1977 - Landspítalinn, norskur kærasti í heimsókn. Ísrael með Kór MH

1978 - Innkaup hf á Ægisgötunni og ÁTVR

1979 - Innkaup hf á Ægisgötunni

1980 - Tónlistardeild RÚV á Skúlagötu. Hestaferð á Arnarvatnsheiði 

1981 - Tónlistardeildin og var þar til 1983

1982 - Líklegast hringinn með Pabba og mömmu

1983 - Noregur og Svíþjóð með Hamrahlíðarkórnum. Síðan beint til London til Ingu Huldar.

1984 - Heimsókn til Wincie frænku í Íþöku. Hún var að læra þar. Vinna í Sjónvarpinu

1985 - Undirbúningur undir nám í Íþöku. Vinna í Sjónvarpinu. Munaðarnes

1986 - Sumarkúrsar í Ithaca College

1987 - Búin með nám - vinna á Rás tvö

1988 - Ferðalag um Ítalíu - vinna á Rás tvö

1989 - Fyrsta sumar okkar Gulla. Fórum á Snæfellsnes og norður í land í útlilegur

1990 - Vinna í sjónvarpinu og Portúgal með Gulla í þrjár vikur í september

1991 - Gifting 21. júní. Sumarbústaður og Þingvellir

1992 - Cambridge - vinna - ólétt af Önnu Kristínu

1993 - Mamma með barnavagn að springa úr hamingju. Sumarbústaður

1994 - Sumarbústaður og ein vika með Gulla í París

1995 - Kasólétt. Sumabústaður. Bryndís Sæunn Sigríður mætir í heiminn 12. ágúst

1996 - Með tvö ung börn. Gulli í Atlanta á ólympíuleikum. Ég í vinnu hjá rúv vegna ólympíuleika. Flórída í ágúst

1997 - Sumarbústaðaferðir. Sórinn aldrei verið verri. Bryndís tveggja ára leikur í Stikkfrí. Ég á tökustað alla daga. Gulli 40 ára

1998 - Flytjum í Snekkjuvoginn. Sumarbústaður

1999 - Leigður hús á Suður - Englandi                                                                                   

2000, 2001, 2002 - Ferðuðumst mikið með stelpurnar um landið. Mikið í sumarbústaðnum. Vestfjarðarferð með mömmu. Leigðum tjaldvagn o.fl.

2003 - Danmerkurferð fjölskyldunnar

2004 - M.a. dásamleg ferð með mömmu og stelpunum á Snæfjallaströnd. Heimsótti Gulla til Aþenu þar sem hann var að vinna hjá EBU

2005 - Enn frekari ferðalög um landið

2006 - Sumarbústaður og ferðalög

2007 - Barcelona, Calpe, Munaðarnes og og og

þetta er það sem ég man en ég bæti nú kannski einhverju við seinna. Það er ágætt að setja þetta á blað til seinni tíma....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vannst þú í jóabúð? ekki hafði ég hugmynd um það :)

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 23.7.2007 kl. 09:44

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Þetta er frekar skemmtilegur listi og góð hugmynd fyrir fleiri að rifja upp skemmtilegheit - aðferðin er alla vega komin í dreifingu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 23.7.2007 kl. 10:20

3 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Þegar árin færast hratt, hratt yfir er nauðsynlegt að rifja þetta upp og ekki síður nauðsynlegt að setja þetta á blað!

Þóra - við áttum heima í Hófgerði 26 - annað hús frá Jóabúð til 1978. Ég man einmitt eftir Kolbeini á 1. ári í garðinum. Á bossanum í rosalega góðu veðri þegar mamma ykkar var á 1100 ára afmælinu á Þingvöllum. Þá pössuðum við mamma hann.

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 23.7.2007 kl. 11:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband