Mánuðurinn framundan

Góður mánuður framundan.

Umferðarskólinn er kominn á fullt skrið í Reykjavík og Kópavogi. Lögreglan og leikskólakennarar fara í hvern skóla - 4 á dag - og hitta börnin. Síðan koma hin sveitarfélögin í kjölfarið.

Í næstu viku eru síðan tveir stórviðburðir; Júróvisjón og kosningar.

Ég er að vinna bæði við forkeppnina og aðalkeppnina og hef mikla trú á mínum manni. Gulli minn á fullu í kosningasjónvarpinu.

Þegar mesti hasarinn er liðinn hjá ætlum við til Barcelona í 5 heila langa hlýja daga.

Ég hef ekki komið þangað áður og hlakka mikið til. Ég auglýsin hér með eftir nöfnum á veitingahúsum og öðru skemmtilegu sem vert er að sjá og gera í Barcelóna - eða Barlesóna eins og sagt var í Perlum og Svínum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband