Ný hús/gömul hús

Þessi umræða um hvort eigi að byggja í gamla stílnum þar sem brann um daginn eða hvort eigi að byggja "nýtt hús" er spennandi.

Ég held að margir geti ekki hugsað sér að fá nýtísku hús þarna því við höfum t.d. eitt hræðilegt dæmi um slíkt á Lækjartorgi. Þau eru fá jafn ljót húsin og húsið sem þar var byggt og hýsir nú strætó stoppustöð, kaffihús o.fl.

Að ég tali nú ekki um húsið milli Hótel Borgar og Reykjavíkur apóteks. Eða það sem var byggt ofaná Útvegsbankann.

Þetta eru skelfileg dæmi um ljót hús sem passa engann veginn við götumyndina.

Nýtt hús þarf ekki að vera ljótt en hugsum okkur að hryllingurinn sem stóð til að byggja á Bernhöftstorfunni hefð orðið að veruleika. Það setur að manni hroll- mikinn hroll 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er allt svo mikil spurning. Lækjargötuhúsið er klárlega arfaljótt og asnalegt í mínum huga. En ég verð að segja að hin tvö dæmin, Landsbankahúsið og húsið milli Hótels og Apóteks finnast mér tær snilld. Mér hefur ekki alltaf þótt það, verið á þinni skoðun en smám saman hef ég ekki bara tekið þau í sátt heldur hreinlega hrifist af þeim. Þarna kalla á andstæður sem upphefja til dæmis hver aðra og það er eitthvað kroftug og frekt og ákveðið í þessu sem mér finnst heillandi.

Pétur (IP-tala skráð) 1.5.2007 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband