17.8.2010 | 16:40
Ég er búin að segja mig úr þjóðkirkjunni
Ég hef lengi verið ósátt við kirkjuna og oft hugsað mér að segja mig úr henni. Fundið að hugur minn og hjarta langar ekki sérlega að vera í samfélagi sem mismunar og felur. Sérstaklega hefur mér fundist afstaða margra kirkjunnar manna til samkynhneiðra og hjónabands þeirra vera óásættanleg. Og þegar biskupinn loksins bað samkynhneigða afsökunar á ómaklegum ummælum sínum þá var það þegar Alþingi var búið að setja lög sem heimiliðu þeim að ganga í hjónaband í kirkju. Þá einhvernveginn klóraði hann í bakkann og fannst leiðinlegt að hafa látið þessi orð falla.
Og svo þessi mál sem eru að koma upp núna. Bréf biskupsdóttur liggur ósvarað á biskupsstofu. Bréf organista týnist á biskupsstofu. Og framkoma biskups í fréttum um daginn þar sem hann brosti og nánast flissaði í viðtali við fréttamann. Virtist gjörsamlega óundirbúin í grafalvarlegu máli er varðaði brot gagnvart barni frá starfsmanni kirkjunnar.
Og núna heldur kirkjan að hún sé hafin yfir barnaverndarlög. Sú afstaða er mér fullkomlega óskiljanleg.
Athugasemdir
Sæl Kristín,
eftir að búa og hafa búið í fjölmörg ár í evrópsku landi þar sem ríki og kirkja eru aðskilin, hugsa ég öðruvísi en áður um stöðu og tilgang kirkjunnar í nútíma þjóðfélagi. Ekki borga ég kirkjutollinn, því telst ég hér ekki til meðlima kirkjunnar. En á gamla Íslandi er ég í kirkjunni. Ég er semsagt bæði trúaður og ótrúaður, landamæri guðs eru hér skýr (enda gerð af manna völdum).
Kaþólska kirkjan hefur ofboðið mér síðastliðin ár. Sú evangelíska virðist vera eitthvað skárri (þ.e. nútímalegri), en báðar kirkjurnar ná ekki til mín. Og ekki heldur sú evangelíska á Íslandi, sem mér virðist frekar haga sér á síðustu misserum eins og gamaldags kaþólsk kirkja.
Eins og þú hef ég hugsað lengi um tilgang þess að vera í íslensku kirkjunni, og þrátt fyrir góðan vilja finn ég akkúrat engan tilgang. Því er ég núna búinn að senda inn útfyllt úrsagnareyðublaðið á Þjóðskrá Íslands. Og mér líður betur, ég er frjáls. Nú get ég trúað eða ekki trúað á minn guð eða mína guði án þess að einhver kirkjusamtök nýti sér mína þátttöku á einhvern hátt í einhverjum tilgangi.
Valgeir (IP-tala skráð) 17.8.2010 kl. 18:50
Góður pistill hjá þér.
Jens Guð, 20.8.2010 kl. 14:38
Velkomin í hóp okkar utan-þjóðkirkju-fólks, Kristín Björg
Ragnhildur Sverrisdóttir, 20.8.2010 kl. 15:13
Sæl Kristín Björg, til hamingju að segja þið úr þjóðkirkjunni. Ég er prestur hinnar evangelisku þjóðkirkju sem þú telur þig ekki eiga samleið með. Ég þjóna utan og innankirkju fólki 24 stundir sólarhringsins og spyr EKKI þær fjölmörgu manneskjur sem leita til mín og kollega mína hvort það tilheyrir þjóðkirkjunni eða einhverju öðru trúfélagi eða ekki. Það fer nefnilega ekki hátt í umræðunni að við prestar þjóðkirkjunnar erum á 24 stunda vöktum. Við sinnum sálgæslu (frítt) alla daga. Líka oft þegar við eigum að vera í fríum. Varðandi ásakanir um að við látum hjá líða að tilkynna það sem við verðum vör við í sálgæslu viðtölum og varðar líf og heill barna er ekki hægt að sitja undir og þegja. Segir mér hugur að þeir sem segja sig úr kirkjunni hafa ekki haft neinn áhuga á henni fyrir (starfi kirkjunnar) en vilja samt þegar á þarf að halda að njóta þjónustu hennar. Hver sá eða sú sem leitar þjónustu kirkjunnar geta verið viss um að fá góða og heiðvirða þjónustu. Líka það að við þegjum ekki ef við verðum vör við misnotkun barns eða fullorðins einstaklings sem ekki getur vörn sér veitt. Óska ég þér og þínum velfarnaðar og guðs blessunar.
es. Prestar þjóðkirkjunnar leitast við að mæta manneskjunni þar sem hún er stödd-við erum ekki kölluð til að dæma heldur til að eftir mætti að skilja og leitast við að leysa vandamál sem manneskjan kann að hafa ratað í. Enn og aftur þegar við verðum vör við eitthvað sem vert er að leysa trúnað um þá gerum við það PRESTARNIR!
Þór Hauksson (IP-tala skráð) 20.8.2010 kl. 16:58
Þú lýsir starfi þínu eins og ríkisstarfsmaður, en ekki guðsmaður, Þór Hauksson.
Billi bilaði, 21.8.2010 kl. 01:17
Séra Þór: Með vinsemd og virðingu.
Þú segir: "Við sinnum sálgæslu (frítt) alla daga. " (feitletrun mín). Og ég spyr: Hvað meinar þú með frítt???? Ert þú ekki á launum hjá ríkinu? Prestar eru á launum hjá ríkinu og við borgum sérstakan skatt til að halda þessu apparati uppi. Og þótt við borgum með okkar sköttum þá þurfum við samt að borga þegar við skírum, fermum, giftumst og svo borgað fyrir okkur greftrunin. Það er ekkert frítt í kirkjunni og prestar mjög vel launaðir.
Og þú segir; "Hver sá eða sú sem leitar þjónustu kirkjunnar geta verið viss um að fá góða og heiðvirða þjónustu" Þetta er ekki rétt , því miður, enda sýna dæmin okkur allt annað. Fleiri þúsund kvartanir hafa komið frá fólki sem einmitt hefur leitað til kirkjunnar og fengið allt annað en góða þjónustu. Menn eru misjafnir og vondir menn leynast allstaðar og geta auðvitað líka valið sér að verða prestar eins og hvað annað en kirkjan hylmir yfir með þessum mönnum og hefur alltaf gert, gerði og gerir enn í þessu máli. Þar er stærsti glæpurinn og margir eru þar sekir.
Og enn segir þú: "Líka það að við þegjum ekki ef við verðum vör við misnotkun barns eða fullorðins einstaklings sem ekki getur vörn sér veitt" Hér ferð þú aftur með rangfærslu. Það er einmitt það sem kirkjan hefur gert, hún þegir. Hún þegir því orðspor og völd kirkjunnar eru mikilvægari en líf þeirra barna sem fyrir barnaperraprestunum verða.
Spurningar til þín: Hvað finnst þér um þöggun núverandi biskups? Hvað finnst þér um tínda bréfið frá organistanum? Hvað finnst þér um að það tók Guðrúnu eitt og hálf ár að fá fund með kirkjunni og tókst ekki fyrr en hún fór með málið í fjölmiðla? Hvað finnst þér um að Ólafur var gerður af biskup þótt menn væru búnir að fá margar kvartanir vegna óeðli hans?
Engin prestur fæst til að svara þessu því þeir standa saman í þöggninni. Kirkjan þeirra kemur númer eitt.
Halla Rut , 21.8.2010 kl. 16:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.