Færsluflokkur: Bloggar

Sorgmædd og reið

Þannig líður mér eftir fréttir af umferð helgarinnar. Það er mesta mildi að ekki skuli einhver hafa látið lífið eða slasast stórhættulega eftir ofsaakstur tvítugs ökumanns á föstudagskvöld. Sá lét öllum illum látum vítt og breytt um borgina og var eins og vígamaður með hríðskotabyssu í íbúðahverfum. Svo voru á þriðja tug ökumanna teknir fyrir ölvunarakstur á höfðuborgarsvæðinu um helgina. Þessir ökumenn eru ekki bara að leggja líf sitt og limi í hættu heldur allra samferðamanna sinna. Það er eins og það sé einhverskonar firring og tilfinninga doði í samfélaginu. Við eigum að stoppa vini, félaga og ættingja okkar ef við verðum vitni að því að einhver ætlar að keyra undir áhrifum áfengis. Ég er ekki fylgjandi því að hækka bíprófsaldurinn flatt upp í 18 ár.  Frekar vildi ég sjá að ökunemar þyrftu að taka einskonar persónuleikapróf til að fá úr því skorið hvort viðkomandi gerir sér grein fyrir því hversu mikil ábyrgð hans er þegar bíl er ekið. Svo er það nú einu sinni þannig að  megin þorri ungra ökumanna eru fínir og góðir ökumenn og gera sér grein fyrir því að akstri fylgir ábyrgð. Við bara heyrum bara mikið oftar af hinum.

Dásamlegur laugardagur

Gulli berst við að móta vatnsdeygsbollur - ég er að prófa uppskrift sem ég sá í mogganum í gær. Sú yngri er farin í afmæli og sú eldri liggur með marinn fót upp í loft og horfir á sjónvarp. Kisa er á vappinu. Það þurfti að loka hana inni meðan sú yngir kom sér út úr húsi því hún eltir systyrnar gjarnan og ratar svo ekki heim. Hún fylgir þeim líka þegar þær fara út í sjoppu og bíður þá traust og trygg fyrir utan. Hér á skólalóðinni eru lausar stofur og hún hangir þar gjarnan fyrir utan og bíður eftir stelpunum. Hún mjálmar líka rosalega hátt og stundum hefur sú yngri þurft að fara út og fara með köttinn heim sem kennsluhæft sé í skólanum. En við elskum Soffíu ofurheitt og hún okkur á móti. Þetta er köttur ættaður úr Skagafirði, fædd á Sauðárkróki og tæplega tveggja ára.


Um afhommun - loka orð!

Ég tjáði mig á síðu Helgu Völu og fékk svar frá JV. Hann er þar með tölfræði varðandi afhommun. En það er bara ekki hægt að skipta svo auðveldlega um kynhneigð. Hvað segir JV um alla þá sem reynt hafa að afneita sinni kynhneigð og verið í gagnkynhneigðum hjónaböndum og sambúðum en síðan farið í sambönd með fólki af sama kyni? JV nefnir líka að marga langi að skipta um kynhneigð. Auðvitað vilja þeir sem mæta fordómum og er sífellt núið um nasir að þeir séu óheilbrigðir og óeðlilegir breyta sér! Ég hef ekki hitt eina samkynhneiða manneskju sem vill vera eitthvað annað en samkynhneigð. Eins og Sigurður Tómasson benti á þá erum við að ýta undir vanlíðan þeirra sem eru samkynhneigðir með viðhorfið JV og hans líkra.

Annars ætla ég að láta þetta verða mín loka orð um málið - það þýðir álíka mikið að skiptast á skoðunum við JV um þessi mál eins og að rökræða við bindindispostula um áfengi eða Gunnar í Krossinum um hjónabönd samkynhneigðra.


Umferðin og endurskin

Ég var að koma af fundi með þrem samstarfsmönnum þar sem við fórum yfir innsendar hugmynir í samkeppni Glitnis og Umferðarstofu um flott endurskinsmerki. Það voru þarna nokkur skemmtileg. Þessi keppni kemur í kjölfar gríðar vel heppnaðs átakst til að fá ungt fólk til að vera með endurskin. Þið hafið væntanlega séð krakka með merki með skondum skilaboðum. Í haust voru framleidd 50 þúsund merki og dreift til allir grunnskóla nema í 8. - 10. bekk. Síðan gátu þau nálgast fleiri týpur af merkjum í útibú Glitnis. Það er rosalega gaman þegar svona herferðir virka enda var mikil undirbúnings vinna lögði í verkefnið


Vistaskipti

Jæja - þá er ég komin í vinningsliði - er farin af blogspot.com

Þeir sem lesa vilja færslur mínar þar s.l. þrjú ár eða svo geta farið á www.gusugangur.bolgspot.com


Urrrrrrrrrr

Mikið vona ég að þegar þessar stelpur eigi aldrei eftir að verða fyrir því að vilja setjast hjá vinnufélögum eða skólafélögum en vera þá bent á að nærveru þeirra sé ekki óskað, að best væri ef þær settust hjá þessum eða hinum eða að það breytt sé um umræðuefni um leið og þær nálgist.
Og ef svo verður - þá vona ég að þær muni eftir sjálfum sér þegar þær voru unglingar

100 ár afmæli

Er þetta ekki toppurinn á aumingjaganginum í mér: ég á tvær dætur og hafði ekki döngun í mér til að fara með þær á afmælishátið Kvenréttindafélgasins - jafnvel þó svo að langa amma þeirra hafi eitt sinn verið formaður.....

Fyrsta bloggfærsla

Þessi færsla er búin til af kerfinu þegar notandi er stofnaður. Henni má eyða eða breyta að vild.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband