Heima er best

Erum komin heim eftir dásamlega dvöl undir okkar dásamlega Hestfjalli í okkar dásamlega litla lókali Höfða. Veðrið var afskaplega gott. Þetta var svona sambland af fríi, vinnu utan húss, skemmtilegum gestagangi, hangsi, lestri, spilastundum, pottferðum, rauðvíni, mat, mat, mat, bakstri, bulli, uppvaski, "hott for the pott" etc. etc. etc.

Við fengum skemmtilegar heimsóknir. Litla fjölskyldan úr Hafnarfirði kom í kaffi og drengirnr Ari og Högni voru glaðir og sætir í sveitinni. Hannes bróðir og hluti af hans fjölskyldu kom einnig í kaffi og það var gaman. Vinafólk okkar Baldur og Linda og Veronika dóttir þeirra komu og gistu eina nótt. Það vaknaði upp í mér husmæðragenið og ég bakaði gömlu góðu kotasælubollurnar einum fjórum sinnum!!!!! Við höfðum stúlknaskipti á mánudeginum þegar eldri unglingnum var ekið til byggða og náð í Veru vinoknu Bryndísar sem var með okkur allt til heimferðar. Okkur leið vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband