Draumurinn rætist!!!

Hugsið ykkur bara - ég fékk að syngja með Ragga Bjarna.

Þannig var að starfsmönnum Umferðarstofu ásamt fleirum var boðið í árlegt jólamorgunkaffi hjá Aðalskoðun í Hafnarfirði. Rosalega flottar veitingar.

Þarna las Sigurður Skúlason úr Njálu og allir fengu bókina til gjafar.

Og svo söng Raggi Bjarna við undirleik Þorgeirs Ástvaldssonar. Flutti ýmis lög og hvatti okkur óspart að taka undir og ég lét ekki segja mér það tvisvar.

Eftir eitt lagið sagði hann eitthvað á þá leið að þarna væri kona (ég ) sem syngi vel og mikið og vildi endilega fá mig upp á svið........

Að endingu fór ég og söng með honum Kenndu mér að kyssa rétt!

Þetta var algjör draumur; syngja dúett með Ragga Bjarna og fá koss að launum!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Ég hefði viljað sjá sönginn en er viss að þú stóðst þig með sóma eins og alltaf.

Karin Erna Elmarsdóttir, 12.12.2008 kl. 09:06

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús í hús og ljúfar yndislegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.12.2008 kl. 19:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband