Beijing - Sjanghæ

Þá erum við komin til Sjanghæ eftir viðburðaríka daga í Beijing. Við eigum reyndar eftir að vera 2 daga seinna í ferðinni í Beijing og ætlum þá að fara á múrinn og skoða Forboðnu borgina. Handboltinn og vinna Gulli tók mestan tímann í Beijing.

Það er sagt að það sé eins og að koma frá Washington til New York að koma frá Beijing til Sjanghæ. Í borginni búa um 18 milljón manns en um 16 í Beijing, þó er Sjanghæ miklu minni borg.

Við búum á flottu hótel - The Bund Hotel - og vorum "up greated" við komu. Mig grunar að ekki hafi verið til reyklaust herbergi í okkar flokki. Allavega þá erum við í svítu á 16. hæð og allt dáltið flott.

Við borðuðum svona þokkalegan kvöldmat og eftir hann gengum við niður að Huang ánni. Þar eru þeir mestu skýjakljúfar sem ég hef séð. Fjármálahverfið er staðsett þarna við ána og það var uppúr 1990 sem það fór að byggjast upp og er til marks um þá þenslu sem hér er.

Við fórum í klukkutíma siglingu á ánni og sáu margar rosalega flottar byggingar. Við komu á hótelið splæstí ég á mig því kínverskasta af öllu kínversku - fótanuddi. Það var hreint út sagt dásamlegt. Nú sitjum við hjón í "stofunni" og sötrum The great wall - kínverskt rauðvín sem Gulli fékk í afmælisgjöf frá samstarfsmönnum sínum á EBU


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

flott að vera upgraded, mér var einu sinni hent upp á sagaclass, það var þægilegt :D

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.8.2008 kl. 21:52

2 identicon

Þetta er ótrúlega flott hjá ykkur -hafið það gott -það er hugsað til ykkar á hverjum degi kv

Þorbjörg (IP-tala skráð) 26.8.2008 kl. 08:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband