Barnið og f-orðið

Einu sinni var lítil sex ára stúlka í fyrsta bekk að byrja í skólasundi. Hún var rosalega spennt og mest langaði hana í "svona sundtösku - sem að hægt er að hafa á bakinu".  Mamman lofaði nú ekki alveg að kaupa slíka tösku en sagðist skyldi skoða málið. Þegar á hólminn var komið þá stóðst mamman ekki bónina og keypt töskuna. Þegar stúlkan kom heim úr skólanum þá sýndi mamman henni töskuna og stúlkan varð svo glöð að hún ákvað að bregða fyrir sig enskri tungu. Eitthvað ruglaðist hún á orðunum því að í staðin fyrir "Ó mamma thank you,  thank you" kom ógleymanleg setning "Ó mamma fuc.... you, fuc....you"

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er æðisleg saga

Þóra Marteins (IP-tala skráð) 5.7.2009 kl. 21:09

2 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Karin Erna Elmarsdóttir, 6.7.2009 kl. 14:18

3 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Alveg eru þau óborganleg þessi börn.

Helga Magnúsdóttir, 6.7.2009 kl. 22:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband