Helgin - svakalega góð!

Svona eiga þær að vera:

Strax eftir vinnu á föstudag fór ég í World Class og gekk mig sveitta í klukkutíma. Ég og sú eldri fórum síðan í Bónus og ég var ekki komin heim fyrr en klukkan var vel genginn í átta. Útsvarið ómissandi var á dagskrá og líka rauðvínið ómissandi á föstudegi.

Á laugardeginum fórum við Bryndís síðan í bæinn og lentum á svakalega flottri útsölu í Rokk og rósir. Snótin mín græddi tvo rosalega flotta kjóla  - annar túrkis blár en hinn bleikur. Báðir ermalausir og kostuðu 2000 kr. stykkið! Ég keypti mér klassíska smóking skyrtu - eitthvað sem hver kona verður að eiga. Fórum síðan og fengum okkur hressingu á Mokka.

Við elduðum síðan svakalega góðan Mexíkó mat og svo fórum við hjón niður í bæ í afmæli Valgarðs Guðjónssonar. Mikið fjör og virkilega gaman að heyra í Fræbblunum. Hitti fullt af fólki - blast from the past.

Í dag höfum við verið í miklum rólegheitum; ég kíkti á stærðfræðina með Bryndísi og svo elduðum við kjúkling - fínn matur.

Við stelpurnar vorum síðan að koma heim úr bíó - sáum Brad Pitt  sem Benjamin Button. Braddarinn er svo fallegur að það ætti eiginlega að banna hann! Þetta er alveg svakalega góð mynd - mæli með henni.

Leonardo di Caprio og Kate Winslet voru falleg í Revolutunary Road - en ekki neitt í líkingu eins falleg og Cate Blancet og Brad Pitt í Benjamin Button.

Nú ætla ég að fara og halla mér því ég er á morgunvakt í fyrramálið og þarf að vakna fyrir sex. Í kvöld eins og svo mörg önnur sunnudagskvöld ætla ég að sofna með Guðmundi Andra....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband