24.1.2009 | 15:42
Krabbamein í vélinda
Tengdamóðir mín heitin greindist með krabbamein í vélinda sumarið 1997. Þetta byrjaði með því að hún átti erfitt með að kyngja og á 17. júní var farið með hana á slysadeild því henni fannst standa í sér. Þar var hún mynduð og síðan lögð inn og greindist skömmu síðar með krabbann. Hún fór í geislameðferð sem dugði skammt og því var henni gefin kostur á að fara í skurðaðgerð. Gríðarlega erfiða og flókna aðgerið. Aðgerðin gekk vel en hún var bara það mikill sjúklingur að hún í raun hafði hana ekki af. Ekki dó hún þó á skurðarborðinu heldur lést mánuði síðar. Hún var á gjörgæslu allann þann tíma og í öndunarvél.
Nóttina eftir að hún var tekin úr öndunarvélinni og flutt á almenna deild dó hún. Það verður að taka fram að hún var á 75. aldursári og ekki hraust fyrir.
Hún hét Anna Soffía Steindórsdóttir og var fædd 4. janúar 1923. Ólst upp í Reykjavík og lauk verslunarprófi frá Versunarskóla Íslands. Hún vann hjá Rafmagnseftirlitinu og þar hitt hún mannsefnið sitt Pál Sigurðsson sem var nýkominn frá námi í rafmagnsverkfræði í Þýskalandi. Þau gengu í hjónaband að ég held 1949 og 1952 leit frumburður þeirra, Sigurður, dagsins ljós. Gunnlaugr Þór - minn maður - fæddist síðan 1957. Páll dó langt fyrir aldur fram aðeins 49 ára 16. desember 1966. Eftir lát hans fór Anna Soffía að vinna í Domus Medica sem bókari og skrifstofustjóri. Þar vann hún þangað til hún lét af störfum fyrir aldurs sakir.
Eldri dóttir okkar var á 5. ári þegar amma hennar dó og man eitthvað eftir henni. Hún man eftir henni sitjandi í stólnum sínum við stofu gluggann sinn - sem nú er stofugluggin okkar - og mataði hana á ís. Sú yngir var rétt rúmlega tveggja ára og man ekki eftir henni. En mikið glöddu þær hana stelpurnar. Enda einu barnabörnin.
Páll dó 16. desember og var jarðsunginn 21. desember. Anna Soffía dó 10. desember og var jarðsungin 20. desember.
Hver segir svo að desember sé alveg æðislegur mánuður?
Athugasemdir
Sendi þér stórt knús og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.1.2009 kl. 10:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.