Annáll

Smá yfirlit yfir líf mitt og fjölskyldu minnar á árinu sem er að líða:

Þetta hefur á margan hátt verið hið ágætasta ár. Ég átti því láni að fagna að verða fimmtíu ára þann 8. mars og mikið líður mér vel með að vera komin á þennan virðulega aldur. Mikið flottari tala en fjörutíu og eitthvað.

Annars hefur þetta ár einkennst talsvert af tíðum utanferðum - allavega tíðum á okkar mælikvarða. Í gegnum tíðina höfum við ekki ferðast oft til útlanda en ferðuðumst mikið hér innanlands meðan stelpurnar vorum yngri. Enda er fátt skemmtilegra.

En allavega þá urðu mínar ferðir 5.

Í mars fórum við Gulli til London og vorum þar yfir afmæli mitt. Þangað höfðum við ekki komið í ein ellefu ár og nutum þess virkilega að vera þarna í fimm daga. Hittum Ingu Huld æskuvinkonu mína og svo Walter vin minn frá Íþöku og Steve kærasta hans. Fórum á Sound of Music - hvað annað - borðuðum indverskan mat og versluðum á stelpurnar.

Í lok apríl fór síðan Dómkórinn til Dresden og við hjón að sjálfsögðu með. Ógleymanleg ferð með frábæru fólki og dásamlegri tónlist.

Í júlí fórum við stelpurnar á heimilinu síðan til Benidorm með Hannesi bróður og fjöldkyldu hans. Það var fín ferð í sól og sjó.

Gulli hélt síðan til Beijing í byrjun ágúst og vann við Ólýmpíuleikana á vegum EBU. Ég flaug utan þann 21. og lenti að morgni 22. Leikurinn stórkostlegi við Spánverja var þá um kvöldið og betri byrjun á þessari ævintýraferð er varla hægt að hugsa sér. Við ferðuðumst um Kína í hálfan mánuð og það var alveg frábært. Við fórum m.a. til Sjanghæ, sigldum á Yangtse fljóti, sáum Terracotta herinn og auðvitað allt sem hægt er að sjá í Beijing.

Eftir tiíu daga stopp hér heima svona rétt til að knúsa stelprnar var síðan haldið til London öðru sinni og nú í árshátíðarferð með starfsmönnum Umferðarstofu. Og London sveik ekki frekar en fyrri daginn. Árshátíðarkvöldverðurinn sjálfur var á Thames ánni.

Það var fínt að fara í þessar ferðir allar á árinu - ekki eigum við von á að fara utan á þessu ári hvað þá svona oft!

Í sumar dvöldum við viku í bústaðnum en leigðum hann annars til Kennarasambandsins sem síðan leigir hann til sinna félagsmanna. Við hjón erum þó dugleg að fara bara tvö eina uppeftir og vera þá bara nóttina.

Stelpunum mínum hefur gengið vel á árinum. Anna Kristín byrjaði í 10. bekk og lýkur grunnskólanámi í vor. Bryndís Sæunn Sigríður byrjaði aftur á móti í 8. bekk og það er ekkert smá gaman að vera komin á unglingastig í Vogaskóla. Anna hóf að æfa trompfimleika á árinu og fer tvisar í viku. Bryndís náði sér í 1. brúna beltið í karate og það er mjög flott. Anna Kristín byrjaði líka í haust að vinna tvo morgna í viku á sínum gamla leikskóla Sunnuborg. Þetta er úrræði fyrir þessa les- og reikniblindu krakka sem ekki taka samræmd próf og er í gegnum Vinnuskólann. Það er skemmst frá því að segja að hún ELSKAR þessa vinnu. Svo mikið að hún hefur farið þrjá morgna í jólafríinu. Bryndís byrjði í fermingarfræðslu og fermist í lok apríl.

Ég fór á nokkra góða tónleika á árinu; hæst ber tónleika Sigurrósar í Laugardalshöllinni ekki alls fyrir löngu og svo tónleikar Þursaflokksins á Græna hattinum á Akureyri. Dómkórinn söng Jólaóratóríu Bachs í byrjun ágúst og svo voru fráæbrir tónleikar hjá okkur í Vorru Frúar Kirkju í Dresden. Ný endurbyggðir kirkjunni.

Við hjón tókum það gifturíka spor að byrja í World Class og sjáum ekki eftir því. Megrun og Kúr eru bannorð á heimlinu en við reynum að borða hollara og það gengur vel. Hreyfingin og hollara fæði hefur skilað því að við erum búin að missa samtals um 30kg. Nóg eftir enn get ég sagt ykkur og þetta kemur allt með kalda vatninu.

Skellur ársins kom aftur á móti fyrir mánuði þegar Gulla var sagt upp hjá RÚV eftir 22ja ára starf.

Hver veit hvar við munum dansa næstu jól?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyþór Árnason

Gleðilegt ár Kristín min og takk fyrir sönginn og fjörið á árinu sem nú er horfið. Bið að heilsa Gulla með þökk fyrir samveruna í Dresden. Það er eins og segir í gömlu auglýsingunni : "Að sitja með ykkur hjónum á kaffihúsi í útlöndum er góð skemmtun".

Eyþór Árnason, 2.1.2009 kl. 00:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband