24.12.2008 | 17:18
50 mínútur
Þetta er að skella á - jólahátíðin. Dæturnar komnar í sparifötin, Gulli í jólabaðinu og fer brátt og sækir mömmu. Allt tilbúið - við erum með hamborgarahrygg í fyrsta sinn og hann mallar í pottinum. Rauðkálið sömuleiðis tilbúið og búið að smakka ótal sinnum. Eplasalatið tilbúð. Búið að sjóða kartöflurnar. Eplakakan fyrir boðið á morgun tilbúin.
Nú bíð ég eftir þögninni sem kemur í útvarpinu klukkan 17:42 og verður síðan rofin með klukkum Dómkirkjunnar. Ég ætla að hlusta á mína elskulegu félaga í kórnum í þetta sinn - treysti mér ekki í messu. En ég tek undir hér heima.
Unglingarnir mínir hafa verið stórkostlega góðar í dag. Allt svo rólegt og gott og allir hjálpast að.
Á morgun verður smá meira fjör þegar við verðum hér 12 í hangikjöti. Sömu gestir og í fyrra - já og undanfarin 5 ár. Wincie frænka mín, Gróa æskuvinkona mín og dóttir hennar - hlakka hrikalega til að sjá þær því þær búa í Englandi í vetur, vinahjón okkar Baldur og Linda og þeirra dóttir Veronika Sólveig og strákurinn þeirra stóri hann Bjarni Mikael.
GLEÐILEG JÓL ELSKURNAR MÍNAR Í BLOGGHEIMUM
Athugasemdir
Gleðileg jól elsku Kristín mín og co. - ætlaði að koma svolitlu á þig í sexmessunni en það bíður semsagt bara. Hafið það gott áfram. Kveðja frá EÁ.
siggahg (IP-tala skráð) 24.12.2008 kl. 23:24
Gleðileg jól elsku Kristín og fjölskylda :-*
Þóra Marteins (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 02:20
Gleðileg jól, elsku Kristín Björg og fjölskylda. Jólakveðjur af vaktinni.
Heyrumst fljótlega, kv. Systa.
Systa (IP-tala skráð) 25.12.2008 kl. 13:53
Gleðileg jól og kveðjur í bæinn
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 25.12.2008 kl. 17:34
Elsku Sigga, Þóra, Systa og Hildigunnur - Gleðileg jól góðu konur..
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 26.12.2008 kl. 18:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.