22.12.2008 | 10:02
Mjög erfiður sjúkdómur
Lítil 10 vikna hetja sem ég þekki greindist með þennan sjúkdóm aðeins tveggja vikna gömul. Ástæðan er sú að hún fór til Boston þriggja daga gömul í mjög flókinn hjartauppskurð. Þar í landi eru öll börn rannsökuð nokkura daga gömul til að finna út hvort þau hafa þennan afar sjaldgæfa sjúkdóm.
Ég sá þess litlu stúlku á föstudag og hún er æðisleg. Lítil - en samt stór því hún er svo kröftug og horfir með stóru augum fullum af áhuga og lífi í kringum sig. En hún hefur reynt mikið litla skinnið. Og á eftir að fara í fleiri hjartaaðgerðir á næstu árum.
Hafði glímt við erfðasjúkdóminn frá fæðingu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Lungnalæknirinn hans Finns lét athuga hvort hann væri með þetta, þegar hann fékk lungnabólguna tveggja ára. Sem betur fer var það nú ekki, en mér finnst frábært að læknirinn hafi tékkað á því. Leiðindasjúkdómur
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 22.12.2008 kl. 12:07
Ég og mín kæra fjölskylda viljum óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og þökkum árið sem er að líða.....Jólakveðja
Linda og Fjölskylda :):):):)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 23.12.2008 kl. 01:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.