9.12.2008 | 09:39
Stúlkan mín og beltið brúna
Það var gráðun hjá Bryndísi minni í karate í gær. Stúlkan hefur æft karate síðan 2002 og hefur haft mikla ánægju af. Þetta er sérlega góð íþrótt - þú ert í raun að keppa við sjálfan þig og ekki er verra að kunna að verja sig.
Í gær var svo komið að brúna beltinu. Og það var stór stund þegar hún fékk fyrsta brúna beltið. Hún er búin að fara í gegnum alla hina litina og núna er það brúnt og síðan svart. Brúna beltið verður hún með í þrjú ár og þá fær hún fyrst stigs svart belti.
Þær voru tvær stöllurnar sem náðu þessum áfanga í gær og þetta er flott hjá 13 ára stelpu.
Í gær var líka ræðu keppni milli 8. og 10. bekkjar og hópurinn hennar Bryndísar vann 10. bekk. Það var ljúfur sigur. Þau voru heima hjá okkur á sunnudag og sömdu ræðurnar og æfðu sig. Lögðu greinilega mikið á sig og uppskáru samkvæmt því. Hópurinn hennar talaði gegn því að dýr væru notuð í tilraunaskyni og að dýrum væri slátrað fyrir feldinn.
Athugasemdir
Til hamingju með hana
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 9.12.2008 kl. 11:46
Til hamingju með stelpuna, bæði beltið og ræðukeppnina.
Helga Magnúsdóttir, 9.12.2008 kl. 21:14
Til hamingju með dömuna.
Auður Lísa (IP-tala skráð) 10.12.2008 kl. 10:46
Innlitskvitt og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.12.2008 kl. 14:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.