30.11.2008 | 14:25
Húðin mín
Ég er með erfiða húð. Þurra og leiðinlega. Og svo er ég með þann hrikalega erfiða sjúkdóm psoriasis. Ég er blessunarlega laus við alla bletti núna. Hef stundum verið alveg hræðileg. Er á meðan er.
Venjulega þegar svona kalt er í veðri er ég verst. Með sprungnar hendur og þurr um allan kroppinn. En í ár er ég öðruvísi. Húðin er mjúk og ekki þurr. Og ég veit afhverju. Það er vegna þess að í rúman mánuð hef ég tekið Linseed olíu á hverjum morgni. Gúlsopa. Þetta er hörfræolía og virkar svona svaklega vel. Mæli með þessu fyrir þá sem eru með erfiða húð. Virkar mikið betur en öll heimsins krem.
Ef ég fæ sórabletti á næstunni þá kenni ég RÚV um. Ekki spurning. Það verður gaman fyrir Óðinn Jónsson þegar ég birtist og sýni honum blettina. Eða ætti ég heldur að sýna þá Eyrnastórum? Sðurning.....
Athugasemdir
Heil og sæl mín kæra. Já, veðráttan hérna er nú ekki til að hjálpa okkur sem eru með þurra húð, hvað þá þeim sem eru með psoriasis. Ég rakst á frábært krem, íslensk sem hefur virkað mjög vel á hendurnar á mér og víðar. Hendurnar á mér verða alveg ofurþurrar og sprungnar og fæ gjarnan exem á milli fingranna. Það er "Húðgaldrar" frá Villimey. Þvílíkt undrakrem (er reyndar salvi). Ég hef borið þetta á hendurnar fyrir svefn og húðin hefur nú loksins lokast. Ég mæli með þessu íslenska töfrakremi fyrir þá sem eru með svona ofurþurra húð. Hins vegar veit ég ekki hvort það virkar á psoriasis. Það væri kannski ekki svo galið að prófa það. Kær kveðja úr Höfnninni.
Sigurlaug B. Gröndal, 1.12.2008 kl. 07:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.