Gærdagurinn

Í meira en hálft ár hafði ég hlakkað til morgundagsins. Ekki endilega föstudagsins 28. nóvember en dagsins þegar fyrsta hljómsveitar æfing yrði á Jólaóratóiíunni sem við í Dómkórnum höfum æft undanfarna mánuði. Meira um það síðar

Dagurinn byrjaði nú heldur leiðinlega; ég með skeeetu um nóttina og eins og undin tuska þegar mæta átti til vinnu.

Gulla var síðan sagt upp vinnu hjá RÚV. Eftir tuttugu og tvö ár. Og engar skýringar. Afhverju hann en ekki aðrir pródúsentar á fréttastofu RÚV.

Svo ég monti mig af manni mínum þá t.d. stjórnaði hann útsendingu á HM 1995. Hann sá um kosningajónvarpið í fyrra. EBU hefur í þrigang ráðið hann til að vinna við ólimpiuleika. Síðast var hann í Kína. Hann er líklega sá pródúsent hjá RÚV sem hefur mesta reynslu. Og nú er honum kastað. Bless, búið, éttu skít.

En ég koms á æfingu í gærkvöldi og hún var stórkostleg. Dásamlegir einsöngvarar og hljómsveitin unaður.

Nú hljómar Jólaóratórían á fullu og við að undirbúa Litlu jólin hans Sigga. Skýringin er sú að mágur minn hefur stundum haldið litlu jólin sín fyrir sína vini. Og þetta eru reyndar okkar vinir líka. Og nú í kvöld eigum við von á 10 manns í hangikjöt og laufabrauð. Ætlum reyndar að byrja á laufabrauðs útskurði milli 15:00 og 16:00 og svo verður kveikt á kertum og dásamleg laufabrauðslyktin leggst yfir húsið. Og hangikjötið er soðið niðri hjá Sigga. Við ætlum að drekka rauðvín. Mikið af rauðvíni. Og mamma mín er búin að búa til fyrir okkur dásamlega eplaköku æsku minnar. Danska eplaköku sem var alltaf á borðum á mínu æskuheimili á jóladag.

Lífið heldur áfram ekki satt?

En mikið djöfulli er þetta mikið sjokk - atvinnu missir!!!

En við hjón höfum gengið í gegnum erfiðleika saman og saman tökum við á þessu. Þetta er bara til að sigrast á. Eins og ég sagði við dæturnar; það dó enginn og við erum við hesta heilsu. Og saman getum við allt.

Mikið djö...er ég eitthvað kokhraust núna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

Oooohh, samhryggist með uppsögnina :O

Þið bjargið ykkur samt, það er ég alveg handviss um!  Og Jólaóratorían er toppurinn, verstur fjárinn að ég kemst ekki til að hlusta :(

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 29.11.2008 kl. 18:04

2 identicon

Þetta er fáránlegt, ömurlegt og ég skammast mín fyrir að búa í svona samfélagi. Hvað á það að þýða að henda út fólki sem hefur af heilindum, dugnaði og samviskusemi auk kunnáttu og reynslu til fjölda ára, út á götu. Þeir ættu að skammast sín og yfirmenn þessarar stofnunar ættu að ganga frammi og lækka laun sín um meira en helming... þannig mætti hefja þennan umtalaða SPARNAÐ.

Ég trúi því að RÚVARAR láti nú heyra í sér.

Kveðja frá grönnu

Granna (IP-tala skráð) 29.11.2008 kl. 21:40

3 Smámynd: Ragnhildur Sverrisdóttir

Baráttukveðjur!

Gott að þið haldið ykkar striki með vinaveislur og gleði. Það er eina leiðin.

Ragnhildur Sverrisdóttir, 4.12.2008 kl. 11:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband