Bílastæði

Ég fer nokkrum sinnum í viku í World Class í Laugum. Þar er gott að æfa. Og þar er nóg af bílastæðum því öll bílastæði sem tilheyra Laugardalsvellinum standa okkur til boða. Ætil það sé nokkur önnur líkamsræktarstöð með jafn mörg bílastæði?

Þess vegna verð ég alltaf svo hissa þegar ég sé hversu margir leggja ólölega. Þarna er bílum lagt þvers og kruss og upp á stéttir og grasbala.

Og það sem er hlálegast við þetta er að fólkið sem leggur svona er að fara inn að HREYFA sig. En nennir ekki að labba frá bílnum og inn nokkra metra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

...og það leggur líka í bílastæði fatlaðra við sundlaugina, það hef ég séð oftar en einu sinni.  Fötluð börn æfa sund á hverjum degi en það eru bara 3 bílastæði sér merkt þeim.  Það er líka oft lagt upp á gagnstétt við merktu stæðin sem gerir öllum erfitt fyrir

bára (IP-tala skráð) 28.11.2008 kl. 09:09

2 Smámynd: Karin Erna Elmarsdóttir

Ég er svo sammála. Ég er alltaf jafn hissa og pirruð.  Nóg að bílastæðum en samt leggur fólk upp á gangstéttum og gerir vegi með tvær akgreinar að einni.  Óþolandi!

Karin Erna Elmarsdóttir, 28.11.2008 kl. 11:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband