Kallinn minn hann Ari

Það var gaman að hafa Ara í næturheimsókn. Hann er skemmtilegur, meðfærðilegur og góður.

Og kall - mikill, hraustur, óttlaus, stór, duglegur kall.

Talið barst að hákörlum. Ég fullyrti að ég væri hrædd við hákarla. Og Gulli væri líka hræddur við hákarla. Og líka Siggi.

Ari hélt nú ekki að hann væri hræddur við hákarla. Og ekki pabbi hans heldur. Ég spurði hann hvað pabbi hans mundi gera ef hákarl kæmi syndandi.

Það stóð ekki á svari: "Hann mundi bara ýta honum burt"

Kristófer Dignus Pétursson er mikið heljarmenni samkvæmt því sem sonur hans segir.

Svo er það sagan af syni samstarfskonu minnar:

Sjö ára snáðinn kom einn morguninn í vikunni syfjaður og úfinn fram á klósett. Þar sem hann stóð við skálina og bjóst til að pissa segir hann: "Ég veit alveg afhverju tippið á mér stendur svona út í loftið. Það er af því að ég hlakka svo til jólanna"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Frábærir strákar hjá þér greinilega. Með allt á hreinu.

Helga Magnúsdóttir, 24.11.2008 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband