22.11.2008 | 17:29
Helgin
Mikil bloggleti hjá mér þessa daga.
Laugardagur - og allt gengur vel. Við Gulli fórum austur í athvarfið í gær og vorum komin í heitan pott klukkan 19:00. Dásamlegt og yndislegt veður. Ég fór í Búrið í Nóatúninu í gær og keypti flísar af dásamlegum ostum, dýrara en nautakjöt. Mæli með þessari frábæri ostabúð. Því þó dýr sé þá er þjónustan framúrskarandi.
Stelpurnar voru í sitt hvorri gistingunni. Önnur naut þess að vera hjá ömmu sinni í rólegheitum og dúllheitum en hin gisti hjá gamalli bekkjarsytur sem nú er flutt á íbúðasvæði Keilis í Keflavík.
Við bíðum núna eftir að Ari Dignus sem er orðin þrggja og hálfs komi og gisti hjá okkur. Við ætlum að dusta rykið af pizza ofninum og búa til litlar pizzur saman. Gaman að sitja saman við borðstofuborðið og dunda sér við pizzurnar. Gulli er búin að hnoða deigið.
Á morgun er það að sjálfsögðu Silfur Egils og svo eitthvað að dunda sér við þvotta og húsverk.
En stærsta stundin rennur upp þegar ég og sú yngri förum á Sigurrósar tónleikana í Höllinn. Mikið hrikalega hlakka ég til. Og mér finnst frábært að selja unglingamiðana á 1000.
Þessi helgi er semsagt örlítið líflegri en sú síðasta. Þá gerði ég bókstaflega ekki neitt annað en að bjóða máginum og Baldri viðförla Hjaltasyni í mat.
Helgar eru dásamlegar ekki satt?
Athugasemdir
Takk takk fyrir mig elsku Kristín Björg mín og góða nóttina mín kæra
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.