Skrekkur 2008

Skrapp örstutt í Vogaskóla til að sjá atriði skólans í Skrekk 2008. Báðar stelpurnar mínar taka þátt í atriðinu að þessu sinni. Þau eiga að sýna í Borgarleikhúsinu í kvöld og spennan er í hámarki.

Það er skemmst frá því að segja að atriðið þeirra er frábært!!

Þessi flottu krakkar eru með nokkuð alvarlegan boðskap í sínu atriði og koma honum til skila með leik, tónlist og dansi.

Sama hvernig fer í kvöld; krakkarnir okkar eru sigurvegararSmile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helga Magnúsdóttir

Spæling að ekki skyldi fara betur. Úlli sagði að margir hafi farið á taugum og gert mistök í atriðum sem voru þaulæfð og höfðu runnið í gegn á æfingum. Við getum ekki einu sinni sagt það gengur bara betur næst, því "litlu" börnin okkar eru á leið í framhaldsskóla.

Helga Magnúsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:13

2 Smámynd: Kristín Björg Þorsteinsdóttir

Já Helga - stressið hefur örugglega verið mikið. Þær voru örþreyttar stúlkurnar mínar í gærkvöldi þegar þær komu heim. Í morgun vaknaði svo Anna Kristín þegar ég var að fara til vinnu og kom syfjuleg fram og sagði "Ég vildi að ég gæti verið einn vetur til viðbótar í Vogaskóla - bara til að taka aftur þátt í Skrekk"

En Bryndís mín er enn bara í 8. bekk.......

Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 13.11.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband