Helgin mín

Já - góð hefur hún verið!

Druslaðist á fætur um hálf tíu í gærmorgun og átti næðisstund með dagblöðin áður en ég fór á kóræfingu. Þar var gaman eins og alltaf. Æfðum Bach og Jón Ásgeirsson og hlógum líka mikið.

Þegar heim kom setti ég Coldplay - Viva la Vida - á fóninn og stillti hátt. Dæturnar moppuðu allt og þurkuðu af á meðan ég tók baðið og skúraði eldhúsið. Þvílík hjálp í stelpunum mínum. Við Anna versluðum síðan og hún gekk síðan frá matnum á meðan ég fór í WC og gekk í klukkutíma.

Eldaði gómsættt svínakjöt. Mágurinn borðaði með okkur. Og fengum okkur rauðvín.......

Í dag er letidagur. Ég horfði á Silfrið með öðru auganu og fór síðan með vinkonu minni Hafdísi Sveins í sund. Synti í hálftíma og náði líklegast 900 metrum.

Núna ætla ég að kíkja á mömmu mína og elda síðan pasta handa okkur stelpunum. Í kvöld er síðan messa niðrí Dómkirkju og minn hópur syngur. Og svo ætla ég svo sannarlega að horfa á gamla áramótaskaupið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband