31.10.2008 | 16:32
Helgin handan við hornið
Jæja - styttist í helgina.
Við hjón ætlum að byrja á að fara í WC og ganga á bretti í ca. klukkutíma. Gulli er í fríi í dag og er búinn að elda kvöldmat sem bíður okkar heima eftir hreyfinguna. Síðan horfum við á Útsvar og svo SingingBee. Ég er flink á bjöllunum - það er þó skemmtilegar að hringja þegar textinn er réttur. Mágurinn kemur að sjálfsögðu upp og horfir með okkur.
Á morgun er kóræfing og svo ætla ég að þvo þvott og virkja dæturnar í húsverkin. Ég ætla síðan að elda svínalundir í kvöldmatinn. Búin að taka þær úr frystinum. Þær voru nefnilega á skratti góðu verði í Bónus um daginn.
Sunnudagurinn er frekar óráðinn. En ég ætla allavega í sund og taka um 800m. Er svona háftíma að því. Ætli ég hvíli mig svo bara ekki. Lesi eitthvað skemmtilegt. Svo langar Önnu minni í trefil sem ég er að hugsa um að prjóna. Gæti keypt í hann á morgun og byrjað.
Það er messa um kvöldið og minn hópur á að syngja.
Góð helgi framundan - bara það versta er að Gulli minn er að vinna...grátur, grátur, grátur.....
Athugasemdir
mér finnst þú alltaf vera að tala um að fara á klósettið, þegar þú segir WC
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2008 kl. 18:23
Hehe - til þess er leikurinn gerður. Einn samstarfsmaður minn var mjög hiss á að við færum saman á WC hjónin - og líka óþarfi að blogga um það!
En þetta er dálítil óheppni að skammstöfunin skuli vera þessi - ekki satt?
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.11.2008 kl. 19:18
júmm
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 1.11.2008 kl. 22:53
ég elska þig mamma min:)<3
annakristin
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 1.11.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.