26.10.2008 | 09:23
Sunnudagsmorgun
Hér á heimilinu er ofurhljótt. Bara ég og kisa á fótum. Ég kom ofan uppúr 08:00 og er búin að fá mér að borða og lesa seinni laugardagsblað Morgunblaðsins.
Við Anna Kristín fórum í gærkvöldi að sjá Reykjavík - Rotterdam og ég skemmti mér alveg konunglega. Þetta er hin fínasta mynd og gengur alveg upp.
Ég man ekki hvernær ég fór síðast á bíó á laugardgaskvöldi. Fyrir mér eru laugardagskvöld góður matur og rauðvín - en hvað gerir maður ekki fyrir ungling í vetrarfríi.
Það voru Dómkórstónleikar í gær og við frumfluttum verk eftir Huga Guðmundsson. Núna klukkan 11:00 er síðan hátíðarmenssa á vixludegi kirkjunnar og það er mikið söngprógram. Bara gaman. Messunni er útvarpað - ef þið viljið hlusta.
Við hjón ætlum síðan í WC og síðan að taka til hendinni hér heima.
Stelpurnar eru að fara á Skrekks æfingu. Bryndís mín getur reyndar lítið gert því hún tognaði á hnéi á föstudag þegar hún tók spark í karate. En hún ætlar að staulast á hækjunum svo hún geti í það minnsta horft á .
Athugasemdir
Ég fór líka á Reykjavík - Rotterdam í gærkveldi með Steinari skólabróður Önnu. Við höfum sennilega ekki verið í sama bíói. Nú er Steinarr líka á Skrekks æfingu með þínum stelpum :)
Bryndís Berg (IP-tala skráð) 26.10.2008 kl. 13:26
Við Úlli fórum líka á þessa mynd um daginn og skemmtum okkur vel. Ég sé að Skrekkur tekur mikinn tíma á þínu heimili eins og mínu. Vonandi komast þau í úrslit.
Helga Magnúsdóttir, 26.10.2008 kl. 18:02
Já - það er svo sannarlega mikið að gera hjá krökkunum okkar. Ég er orðin spennt að sjá Skrekksatriðið. Bryndís - við vorum í Smárabíói, sal 5 klukkan 08:00 - en þið?
Við byrjuðum á að fá okkur Subway - uppáhalds skyndibitann.....
Kristín Björg Þorsteinsdóttir, 27.10.2008 kl. 06:58
Við vorum í Háskólabíói kl 22
Bryndís Berg (IP-tala skráð) 27.10.2008 kl. 16:19
Sonur minn og vinir hans segja að R-R sé laangbestastaa íslenska myndin sem þeir hafa séð um sína -fjölmörgu- daga. Fékk sko ekki að fara með strákagenginu, skiljanlega. Er annars bara að slaka á eftir langa vinnutörn. Gaman að sjá þig aftur.
Kveðja,
Hildur Helga Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 03:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.